Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar 20. maí 2025 10:01 Þann 19. maí kom út frétt á visir.is þess efnis að leggja eigi fram frumvarp sem vindi ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Skoðum stuttlega það virði sem jafnlaunavottun hefur fært Íslandi, atvinnurekendum, og starfsfólki almennt. Virði fyrir Ísland Þegar talað er um jafnrétti á erlendri grundu þá hefur jafnlaunavottun Íslands oft verið slengt fram og kynnt sem þessa frábæru vottun sem hefur kollvelt launamismunun og ójafnrétti milli kynjanna. Ef þessari umræðu fylgja tölur, þá sést vel að launamismunurinn er ennþá verulegur og breytist hægt milli ára, en þessi hægfara breyting er alfarið þakkað jafnlaunavottuninni. Jafnlaunavottunin er því frábær leið til þess að kynna Ísland sem jafnlaunaparadís og hampa einstaka stjórnmálafólki sem erindrekum og baráttufólki fyrir jafnrétti á erlendri grundu, á meðan raunveruleikinn er að hægfara breytingar á launamun milli ára er eingöngu vegna aukinnar almennar vitundarvakningar. Umfram það, þá skapar jafnlaunavottunin störf þar sem atvinnurekendur þurfa að gangast undir vottunina sjálfa og síðar reglulega endurskoðun á vottuninni frá utanaðkomandi vottunaraðila. Virði fyrir atvinnurekendur Jafnlaunavottunin á að vera aðferð til að minna atvinnurekendur á að jafnréttismál skipti máli, og á jafnframt að auka á þekkingu atvinnurekenda er kemur að ákvörðunum sem gætu tengst jafnrétti á hvers kyns máta. Jafnlaunavottunin á því ekki eingöngu að jafna út launin, heldur einnig viðhorf atvinnurekenda. Jafnlaunavottunin er því sett fram sem jafnlaunakerfi, sem hver og einn atvinnurekandi hannar til að þóknast þeirra viðskiptamódeli, og á jafnlaunavottunina að sjá til þess að viðskiptamódelið hampi öllum jafnt. Líkt og með öll önnur kerfi, þá er jafnlaunakerfið eingöngu jafn gott og það er hannað til að vera, og það er eingöngu jafn gott og það er notað til að vera. Að setja upp og viðhalda jafnlaunakerfinu krefst aukinnar vinnu af atvinnurekendum sem er annað hvort lögð á mannauðsdeild, launafulltrúa, eða á utanaðkomandi þriðju aðila. Hver svo sem lausnin þar er, þá skapar þetta ávallt aukinn kostnað fyrir atvinnurekanda. Eftir að jafnlaunakerfið er sett upp, þá er fastur kostnaður við mat á jafnlaunakerfinu til þess að hljóta jafnlaunavottun, og fastur árlegur kostnaður vegna endurmats og -skoðunar á jafnlaunakerfi atvinnurekanda af hendi þriðja aðila. Að hljóta jafnlaunavottunina og viðhalda henni er því einfalt mál en kostnaðarsamt fyrir atvinnurekendur. Að fylgja því sem jafnlaunavottunin á að kenna og standa fyrir er annað mál. Eftir að jafnlaunavottunin hefur fengist, þá er einfaldlega „fundin leið“ til þess að viðhalda launamun milli kynjanna, sem núna sést minna því launamunurinn hefur verið smættaður í jafnlaunakerfi sem er einfaldlega hannað til að réttlæta launamuninn. Jafnlaunavottunin er því lykill að meiri vinnu, auknum kostnaði, en engum breytingum af hendi atvinnurekenda er kemur að jafnréttismálum. Er því hægt að segja að jafnlaunavottunin sé íþyngjandi fyrir atvinnurekendur án þess að hafa nein jákvæð áhrif umfram það sem aukin vitundarvakning og þekking á jafnréttismálum myndi hafa. Virði fyrir starfsfólk almennt Jafnlaunavottunin er fín leið fyrir atvinnurekendur til að segja starfsfólki „svona eru bara launin, við getum ekkert gert“. Þar sem þetta er ekki virði fyrir starfsfólk almennt, heldur þvert þar á móti ef eitthvað er, þá verður almennu starfsfólki ekki gerður sá óleikur að halda því fram að eitthvað virði sé í jafnlaunavottuninni fyrir þau. En þar sem jafnlaunavottunin er hönnuð til að hampa jafnrétti fyrir alla, þá væri ósæmandi að nefna ekki þann hóp fólks sem aðallega verður fyrir barðinu á vottuninni. Að lokum Jafnlaunavottunin hefur skapað nokkur störf í formi uppsetningar á jafnlaunakerfi, yfirferð á kerfinu, útgáfu jafnlaunavottorða, og vegna reglulegra endurskoðunar á jafnlaunakerfum atvinnurekenda. Fleiri störf eru alltaf jákvæð að mati undirritaðrar, en á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja hvort að tilgangurinn réttlæti hér meðalið. Undirrituð hefur sett upp þó nokkur jafnlaunakerfi og hefur til þess setið marga fundi með stjórnendum þar sem farið er yfir launatölur og bent á aðila úr minnihluta hópum sem eru að fá lægri laun en aðrir í sambærilegum störfum, og hefur verið sagt að „finna leið“ til þess að réttlæta þennan mun innan kerfisins. Undirrituð hefur setið marga fundi með stjórnendum þar sem „finna þarf leið“ til að hækka laun eins aðila umfram aðra í sambærilegum störfum. Undirrituð hefur einnig setið marga fundi þar sem auka átti á ábyrgð eða verkefni aðila sem innan jafnlaunakerfisins krafðist hærri launa, en „finna þurfti leið“ til að halda viðkomandi niðri í launum. Undirrituð skrifaði grein þessa með 87% uppsafnaðri reiði yfir því að hafa unnið með jafnlaunavottanir nú til fjölda ára, 9% pirringi yfir því að verkalýðshreyfingin sé ekki búin að standa upp á afturlappirnar og krefjast þess að þessi óskapnaður sé tekinn af og kerfi sem sé hannað til þess að virkilega hampa þeim sem hampa þarf sé tekið upp, og 4% þreytu yfir því að samfélagið á Íslandi sjálfkrafa sætti sig við hvaðeina sem sé hent yfir það án þess að berjast fyrir betri kjörum og jafnrétti. Baráttan fyrir jafnrétti mun aldrei ljúka. En að henda fram ónothæfu tóli og hampa sem frábærri aðferð til að ná fram jafnrétti hefur hindrað frekari framför sem glöggir aðilar á íslenskum vinnumarkaði ættu auðveldlega að sjá. Höfundur er mannauðsstjóri og baráttumanneskja gegn ójafnrétti á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 19. maí kom út frétt á visir.is þess efnis að leggja eigi fram frumvarp sem vindi ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Skoðum stuttlega það virði sem jafnlaunavottun hefur fært Íslandi, atvinnurekendum, og starfsfólki almennt. Virði fyrir Ísland Þegar talað er um jafnrétti á erlendri grundu þá hefur jafnlaunavottun Íslands oft verið slengt fram og kynnt sem þessa frábæru vottun sem hefur kollvelt launamismunun og ójafnrétti milli kynjanna. Ef þessari umræðu fylgja tölur, þá sést vel að launamismunurinn er ennþá verulegur og breytist hægt milli ára, en þessi hægfara breyting er alfarið þakkað jafnlaunavottuninni. Jafnlaunavottunin er því frábær leið til þess að kynna Ísland sem jafnlaunaparadís og hampa einstaka stjórnmálafólki sem erindrekum og baráttufólki fyrir jafnrétti á erlendri grundu, á meðan raunveruleikinn er að hægfara breytingar á launamun milli ára er eingöngu vegna aukinnar almennar vitundarvakningar. Umfram það, þá skapar jafnlaunavottunin störf þar sem atvinnurekendur þurfa að gangast undir vottunina sjálfa og síðar reglulega endurskoðun á vottuninni frá utanaðkomandi vottunaraðila. Virði fyrir atvinnurekendur Jafnlaunavottunin á að vera aðferð til að minna atvinnurekendur á að jafnréttismál skipti máli, og á jafnframt að auka á þekkingu atvinnurekenda er kemur að ákvörðunum sem gætu tengst jafnrétti á hvers kyns máta. Jafnlaunavottunin á því ekki eingöngu að jafna út launin, heldur einnig viðhorf atvinnurekenda. Jafnlaunavottunin er því sett fram sem jafnlaunakerfi, sem hver og einn atvinnurekandi hannar til að þóknast þeirra viðskiptamódeli, og á jafnlaunavottunina að sjá til þess að viðskiptamódelið hampi öllum jafnt. Líkt og með öll önnur kerfi, þá er jafnlaunakerfið eingöngu jafn gott og það er hannað til að vera, og það er eingöngu jafn gott og það er notað til að vera. Að setja upp og viðhalda jafnlaunakerfinu krefst aukinnar vinnu af atvinnurekendum sem er annað hvort lögð á mannauðsdeild, launafulltrúa, eða á utanaðkomandi þriðju aðila. Hver svo sem lausnin þar er, þá skapar þetta ávallt aukinn kostnað fyrir atvinnurekanda. Eftir að jafnlaunakerfið er sett upp, þá er fastur kostnaður við mat á jafnlaunakerfinu til þess að hljóta jafnlaunavottun, og fastur árlegur kostnaður vegna endurmats og -skoðunar á jafnlaunakerfi atvinnurekanda af hendi þriðja aðila. Að hljóta jafnlaunavottunina og viðhalda henni er því einfalt mál en kostnaðarsamt fyrir atvinnurekendur. Að fylgja því sem jafnlaunavottunin á að kenna og standa fyrir er annað mál. Eftir að jafnlaunavottunin hefur fengist, þá er einfaldlega „fundin leið“ til þess að viðhalda launamun milli kynjanna, sem núna sést minna því launamunurinn hefur verið smættaður í jafnlaunakerfi sem er einfaldlega hannað til að réttlæta launamuninn. Jafnlaunavottunin er því lykill að meiri vinnu, auknum kostnaði, en engum breytingum af hendi atvinnurekenda er kemur að jafnréttismálum. Er því hægt að segja að jafnlaunavottunin sé íþyngjandi fyrir atvinnurekendur án þess að hafa nein jákvæð áhrif umfram það sem aukin vitundarvakning og þekking á jafnréttismálum myndi hafa. Virði fyrir starfsfólk almennt Jafnlaunavottunin er fín leið fyrir atvinnurekendur til að segja starfsfólki „svona eru bara launin, við getum ekkert gert“. Þar sem þetta er ekki virði fyrir starfsfólk almennt, heldur þvert þar á móti ef eitthvað er, þá verður almennu starfsfólki ekki gerður sá óleikur að halda því fram að eitthvað virði sé í jafnlaunavottuninni fyrir þau. En þar sem jafnlaunavottunin er hönnuð til að hampa jafnrétti fyrir alla, þá væri ósæmandi að nefna ekki þann hóp fólks sem aðallega verður fyrir barðinu á vottuninni. Að lokum Jafnlaunavottunin hefur skapað nokkur störf í formi uppsetningar á jafnlaunakerfi, yfirferð á kerfinu, útgáfu jafnlaunavottorða, og vegna reglulegra endurskoðunar á jafnlaunakerfum atvinnurekenda. Fleiri störf eru alltaf jákvæð að mati undirritaðrar, en á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja hvort að tilgangurinn réttlæti hér meðalið. Undirrituð hefur sett upp þó nokkur jafnlaunakerfi og hefur til þess setið marga fundi með stjórnendum þar sem farið er yfir launatölur og bent á aðila úr minnihluta hópum sem eru að fá lægri laun en aðrir í sambærilegum störfum, og hefur verið sagt að „finna leið“ til þess að réttlæta þennan mun innan kerfisins. Undirrituð hefur setið marga fundi með stjórnendum þar sem „finna þarf leið“ til að hækka laun eins aðila umfram aðra í sambærilegum störfum. Undirrituð hefur einnig setið marga fundi þar sem auka átti á ábyrgð eða verkefni aðila sem innan jafnlaunakerfisins krafðist hærri launa, en „finna þurfti leið“ til að halda viðkomandi niðri í launum. Undirrituð skrifaði grein þessa með 87% uppsafnaðri reiði yfir því að hafa unnið með jafnlaunavottanir nú til fjölda ára, 9% pirringi yfir því að verkalýðshreyfingin sé ekki búin að standa upp á afturlappirnar og krefjast þess að þessi óskapnaður sé tekinn af og kerfi sem sé hannað til þess að virkilega hampa þeim sem hampa þarf sé tekið upp, og 4% þreytu yfir því að samfélagið á Íslandi sjálfkrafa sætti sig við hvaðeina sem sé hent yfir það án þess að berjast fyrir betri kjörum og jafnrétti. Baráttan fyrir jafnrétti mun aldrei ljúka. En að henda fram ónothæfu tóli og hampa sem frábærri aðferð til að ná fram jafnrétti hefur hindrað frekari framför sem glöggir aðilar á íslenskum vinnumarkaði ættu auðveldlega að sjá. Höfundur er mannauðsstjóri og baráttumanneskja gegn ójafnrétti á vinnumarkaði.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun