Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar 18. maí 2025 15:31 Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Hinsegin Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun