„Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. maí 2025 21:35 Brittany Dinksins dró sóknarvagninn í kvöld og er hvergi nærri hætt að eigin sögn Vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og var mætt beint í viðtal til Andra Más eftir leik. Hún er ennþá með augun á lokatakmarkinu þrátt fyrir tvo góða sigra í röð. „Þetta er góð tilfinning. Við ætlum að fagna núna en við verðum líka áfram hungraðar.“ Andri spurði hvað hefði gert það að verkum að Njarðvík landaði sigri sem leit út fyrir að vera nokkuð þægilegur en Dinksins var ekki sammála því. „Þetta var ekki auðvelt. Á köflum leit þetta kannski þannig út en þetta var ekki auðvelt. Við þurftum að vinna fyrir öllu og kredit á Hauka, þær létu okkur vinna fyrir öllu. Koma með boltann upp völlinn og láta sóknarleikinn ganga upp. En við sýndum bara seiglu. Við sýndum þeim að við ætlum ekki að gefast auðveldlega upp og erum komnar hingað til að berjast.“ Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta og komu muninum upp í 20 stig þegar mest var. „Við vorum klárar og létum boltann ganga. Það voru allskonar „mismatch“ í gangi í teignum og við nýttum okkur það. Þegar þær hjálpuðu létum við boltann ganga út aftur og vorum að negla skotunum. Þetta snérist allt um að vera yfirvegaðar og þolinmóðar.“ Aðspurð um hvernig það væri fyrir liðið að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir hafði Dinksins ekki miklar áhyggjur af því, enda sýni sagan að það sé klárlega hægt að koma til baka. Þá fannst henni eins og Haukar hefðu jafnvel verið búnir að færa titilinn til bókar eftir sigur í leik tvö. „Þetta er úrslitakeppnin. Haukar tóku Grindavík þegar þær voru 2-0 undir svo að það er klárlega hægt að leyfa þeim að smakka á eigin meðali. Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma. Við höfum verið liðsheild allt tímabilið, hvort sem við höfum verið að vinna leiki eða tapa þeim. Við höfum aldrei kennt hverri annarri um, við vinnum og sigrum saman og í dag sáum við hvernig það skilar sér á völlinn.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og var mætt beint í viðtal til Andra Más eftir leik. Hún er ennþá með augun á lokatakmarkinu þrátt fyrir tvo góða sigra í röð. „Þetta er góð tilfinning. Við ætlum að fagna núna en við verðum líka áfram hungraðar.“ Andri spurði hvað hefði gert það að verkum að Njarðvík landaði sigri sem leit út fyrir að vera nokkuð þægilegur en Dinksins var ekki sammála því. „Þetta var ekki auðvelt. Á köflum leit þetta kannski þannig út en þetta var ekki auðvelt. Við þurftum að vinna fyrir öllu og kredit á Hauka, þær létu okkur vinna fyrir öllu. Koma með boltann upp völlinn og láta sóknarleikinn ganga upp. En við sýndum bara seiglu. Við sýndum þeim að við ætlum ekki að gefast auðveldlega upp og erum komnar hingað til að berjast.“ Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta og komu muninum upp í 20 stig þegar mest var. „Við vorum klárar og létum boltann ganga. Það voru allskonar „mismatch“ í gangi í teignum og við nýttum okkur það. Þegar þær hjálpuðu létum við boltann ganga út aftur og vorum að negla skotunum. Þetta snérist allt um að vera yfirvegaðar og þolinmóðar.“ Aðspurð um hvernig það væri fyrir liðið að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir hafði Dinksins ekki miklar áhyggjur af því, enda sýni sagan að það sé klárlega hægt að koma til baka. Þá fannst henni eins og Haukar hefðu jafnvel verið búnir að færa titilinn til bókar eftir sigur í leik tvö. „Þetta er úrslitakeppnin. Haukar tóku Grindavík þegar þær voru 2-0 undir svo að það er klárlega hægt að leyfa þeim að smakka á eigin meðali. Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma. Við höfum verið liðsheild allt tímabilið, hvort sem við höfum verið að vinna leiki eða tapa þeim. Við höfum aldrei kennt hverri annarri um, við vinnum og sigrum saman og í dag sáum við hvernig það skilar sér á völlinn.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira