„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 10:02 Hlynur Bæringsson var Just wingin' it maður leiksins í Garðabæ í gær og viðurkenndi að hann þekkti kjúklingavængjastaðinn ansi vel. Stöð 2 Sport „Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Hlynur mætti í settið til sérfræðinganna í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir sigur Stjörnunnar í oddaleik gegn Grindavík í gær og fór vel yfir málin eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hlynur Bærings í setti eftir sigur í oddaleik Hlynur átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum í gær en hver var lykillinn að því? „Ég reyndi að sofa eins mikið og ég mögulega gat,“ sagði Hlynur léttur. „Ég var bara eins og björn. Ég bæði svaf út og lagði mig sem gerist aldrei hjá mér. Ég reyndi bara að hvíla mig sem allra mest og svo hugsa um leikinn, hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu mínu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Ég er í þeirri stöðu núna að þetta hefði auðvitað getað verið síðasti leikurinn minn. Mig langaði að standa mig fyrir liðið mitt og mæta svolítið léttur til leiks, tilbúinn að keppa og gleyma mér,“ sagði Hlynur. Horfði upp í stúku og fylltist þakklæti Pavel Ermolinskij, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en er þó fimm árum yngri en Hlynur, vildi vita hvernig tilfinningin væri að hafa haft svona mikil áhrif á oddaleik í undanúrslitum, fyrir mann sem verður 43 ára í sumar. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Ég er ofboðslega meðvitaður um það að ég eigi ekki marga svona leiki eftir,“ sagði Hlynur og hélt áfram: „Ég horfði upp í stúku fyrir leik, bæði Grindavíkur- og Stjörnumegin… þetta hljómar kannski skringilega en ég var í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik. Það er ekki þannig á þessum aldri að líkaminn sé alltaf bara „on it“ þegar þig langar að keppa og geta hjálpað. Ég var bara þakklátur fyrir það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Hlynur mætti í settið til sérfræðinganna í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir sigur Stjörnunnar í oddaleik gegn Grindavík í gær og fór vel yfir málin eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hlynur Bærings í setti eftir sigur í oddaleik Hlynur átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum í gær en hver var lykillinn að því? „Ég reyndi að sofa eins mikið og ég mögulega gat,“ sagði Hlynur léttur. „Ég var bara eins og björn. Ég bæði svaf út og lagði mig sem gerist aldrei hjá mér. Ég reyndi bara að hvíla mig sem allra mest og svo hugsa um leikinn, hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu mínu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Ég er í þeirri stöðu núna að þetta hefði auðvitað getað verið síðasti leikurinn minn. Mig langaði að standa mig fyrir liðið mitt og mæta svolítið léttur til leiks, tilbúinn að keppa og gleyma mér,“ sagði Hlynur. Horfði upp í stúku og fylltist þakklæti Pavel Ermolinskij, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en er þó fimm árum yngri en Hlynur, vildi vita hvernig tilfinningin væri að hafa haft svona mikil áhrif á oddaleik í undanúrslitum, fyrir mann sem verður 43 ára í sumar. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Ég er ofboðslega meðvitaður um það að ég eigi ekki marga svona leiki eftir,“ sagði Hlynur og hélt áfram: „Ég horfði upp í stúku fyrir leik, bæði Grindavíkur- og Stjörnumegin… þetta hljómar kannski skringilega en ég var í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik. Það er ekki þannig á þessum aldri að líkaminn sé alltaf bara „on it“ þegar þig langar að keppa og geta hjálpað. Ég var bara þakklátur fyrir það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira