Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 08:31 Hólmfríður M. Bragadóttir og Páll Ingvarsson unnu ævintýralegt afrek á Þorláksvelli um helgina þegar þau fóru bæði holu í höggi. golfthor.is Hjónin Hólmfríður M. Bragadóttir og Páll Ingvarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur unnu ævintýralegt afrek á laugardaginn þegar þeim tókst að fara holu í höggi, á sama hringnum. Þessu náðu hjónin á Þorláksvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar sem fjallar um málið á Facebook-síðu sinni. Hjónin fóru holu í höggi á sitt hvorri holunni. Páll var á undan og náði því á tíundu holu þegar hann sló 120 metra teighögg beint ofan í, skiljanlega við mikla kátínu. „Við vorum einmitt að gantast með þetta, eftir höggið mitt, að það væri nú gaman ef Hólmfríður næði þessu líka,“ er haft eftir Páli og sú varð einmitt raunin. Hólmfríður fór nefnilega holu í höggi á fimmtándu holunni sem líkt og sú tíunda er par 3 hola. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Hólmfríður fer holu í höggi því hún hafði afrekað það þrisvar sinnum áður. Þau hjónin hafa stundað golf í um átján ár og er Hólmfríður með 22 í forgjöf og Páll 19. Í færslu Golfklúbbs Þorlákshafnar er þess getið að talið sé að líkur á holu í höggi hjá hinum almenna kylfingi séu einn á móti tólf þúsund og að út frá því séu líkur á afreki Hólmfríðar og Páls um það bil einn á móti 5,7 milljónum. Miðað við það og fjölda árlegra golfhringja Þorláksvelli verði afrekið tæpast endurtekið á vellinum næstu aldirnar. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þessu náðu hjónin á Þorláksvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar sem fjallar um málið á Facebook-síðu sinni. Hjónin fóru holu í höggi á sitt hvorri holunni. Páll var á undan og náði því á tíundu holu þegar hann sló 120 metra teighögg beint ofan í, skiljanlega við mikla kátínu. „Við vorum einmitt að gantast með þetta, eftir höggið mitt, að það væri nú gaman ef Hólmfríður næði þessu líka,“ er haft eftir Páli og sú varð einmitt raunin. Hólmfríður fór nefnilega holu í höggi á fimmtándu holunni sem líkt og sú tíunda er par 3 hola. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Hólmfríður fer holu í höggi því hún hafði afrekað það þrisvar sinnum áður. Þau hjónin hafa stundað golf í um átján ár og er Hólmfríður með 22 í forgjöf og Páll 19. Í færslu Golfklúbbs Þorlákshafnar er þess getið að talið sé að líkur á holu í höggi hjá hinum almenna kylfingi séu einn á móti tólf þúsund og að út frá því séu líkur á afreki Hólmfríðar og Páls um það bil einn á móti 5,7 milljónum. Miðað við það og fjölda árlegra golfhringja Þorláksvelli verði afrekið tæpast endurtekið á vellinum næstu aldirnar.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira