Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar 5. maí 2025 10:30 Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar