5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 5. maí 2025 07:00 Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun