Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 2. maí 2025 10:32 Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun