Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar 1. maí 2025 18:02 Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. Í dag, 21 ári síðar, er ljóst að þessi stækkun hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif – ekki aðeins á nýju aðildarríkin, heldur einnig á álfuna í heild sinni.Sé litið til efnahagsvaxtar er ljóst að stækkunin hefur verið fullkomin sigursaga. Til dæmis hefur Pólland, stærsta ríkið í umræddri stækkunarlotu nánast þrefaldað landsframleiðslu á mann frá árinu 2004. Eystrasaltsríkin hafa fest sig í sessi sem öflug og nútímaleg hagkerfi, og traustur samstarfsaðili okkar Íslendinga á alþjóðavísu. Flest ríkja í umræddri stækkunarlotu hafa nálgast eða jafnvel náð meðaltekjum eldri aðildarríkja ESB. Þannig er verg landsframleiðsla á mann nú hærri í Slóveníu en á Spáni eða í Portúgal.Stækkun ESB opnaði ótalmörg tækifæri, jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki um alla Evrópu. Hún opnaði á aðgang að innri markaði, hún liðkaði fyrir fjárfestingum þvert á landamæri og tryggði frelsi fólks til að starfa og ferðast og alla Evrópu. Það er þess vegna full ástæða til að fagna þessum tímamótum. Evrópuhugsjónin hefur sannað gildi sitt. Hugsjón sem tryggir frelsi fólks og bætir lífsgæði hjá fjölda þjóða er hugsjón sem er þess virði að berjast fyrir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Evrópusambandið Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. Í dag, 21 ári síðar, er ljóst að þessi stækkun hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif – ekki aðeins á nýju aðildarríkin, heldur einnig á álfuna í heild sinni.Sé litið til efnahagsvaxtar er ljóst að stækkunin hefur verið fullkomin sigursaga. Til dæmis hefur Pólland, stærsta ríkið í umræddri stækkunarlotu nánast þrefaldað landsframleiðslu á mann frá árinu 2004. Eystrasaltsríkin hafa fest sig í sessi sem öflug og nútímaleg hagkerfi, og traustur samstarfsaðili okkar Íslendinga á alþjóðavísu. Flest ríkja í umræddri stækkunarlotu hafa nálgast eða jafnvel náð meðaltekjum eldri aðildarríkja ESB. Þannig er verg landsframleiðsla á mann nú hærri í Slóveníu en á Spáni eða í Portúgal.Stækkun ESB opnaði ótalmörg tækifæri, jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki um alla Evrópu. Hún opnaði á aðgang að innri markaði, hún liðkaði fyrir fjárfestingum þvert á landamæri og tryggði frelsi fólks til að starfa og ferðast og alla Evrópu. Það er þess vegna full ástæða til að fagna þessum tímamótum. Evrópuhugsjónin hefur sannað gildi sitt. Hugsjón sem tryggir frelsi fólks og bætir lífsgæði hjá fjölda þjóða er hugsjón sem er þess virði að berjast fyrir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar