Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2025 14:32 Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar