Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar 30. apríl 2025 13:30 Fyrir ungling sem snemma fékk áhuga á borgum var það mikill fengur þegar byrjað var að setja fundargerðir skipulagsnefndar Reykjavíkur á internetið árið 1997. Loks var hægt að fylgjast með öllu því sem til stóð að gera og umræðum kjörinna fulltrúa um það. Væntingarnar voru miklar um að þarna væru háleitar hugmyndir um hvernig móta mætti glæsta framtíðarborg. En vonbrigðin létu á sér kræla þegar ljóst var að hlutir eins og kvistir og aukaíbúðir tóku jafn mikið ef ekki meira pláss í þessum fundargerðum. Það eina sem gat talist krassandi var hvort þenja ætti byggðina út yfir þennan móa eða hinn, og hvort opna ætti fyrir bílaumferð í Hafnarstræti eða ekki til að bjarga miðbænum. Einu raunverulegu áhyggjurnar voru hvort ekki væri tryggt að það væru næg útivistarsvæði í nýjum hverfum. Og næg bílastæði. En með tímanum fór umræðan að taka breytingum. Bera fór á raunverulegum áherslum sem byggðu á því að fylgja enn fastar stefnu sem byggði á betra samspili umhverfislegra, samfélagslegra og hagrænna þátta, þ.e. sjálfbærni, og að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu að vinna betur saman. Og að vanda meira til verka, t.d. varðandi skuggavarp bygginga og annað. Sé hraðspólað til nútímans hefur bæði umræða og fagþekking aukist mikið og það sést í umræddum fundargerðum. En verkefnið, að leysa borg, er fyrir vikið líka orðið margfalt flóknara, sé ætlunin að tikka í sífjölgandi box. Í dag er verið að vinna eftir áætlunum sem hafa, góðu heilli, gengið lengra en flestar sem komu á undan um að nýta land betur, efla vistvænni ferðamáta, vernda náttúru og útivistarsvæði á jaðri borgarinnar og efla borgarsamfélagið í heild: lífs- og búsetugæði. Það er í takti við alþjóðlega þróun, hvar sem litið er til í okkar nágrannalöndum. Það sem ýtir líka undir þessa þróun er þau þekkingar- og fyrirtækjasamfélög sem dafna hvað best í borgum sem bjóða upp á mikil gæði. En þá er komið að lykilatriði. Hvað eru gæði? Það sem eru gæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera gæði fyrir annan. Gæði geta verið afar persónubundin og háð áherslum og jafnvel smekk hvers og eins. Og jafnvel geta orðið árekstrar milli ákveðinna geira þegar kemur að arkitektúr, verkfræði og öðru þegar kemur að gæðahugtakinu. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að þar þykir mörgum sinn fuglinn fagrastur, mikilvægastur, og jafnvel rétthærri en hinir. Að mínu mati er sú vegferð sem við erum á, með að þróa borgarsamfélagið við Faxaflóa, góð og sú besta sem völ er á, svona heilt yfir. Ég, eins og við flest, getum bent á sitthvað sem betur mætti fara. Ekkert er fullkomið. En staðan er sú að það, sem getur verið okkar hjartans mál, hvort sem það tengist áhuga eða starfsvettvangi, er eitthvað sem þarf að horfa á í víðu samhengi. Það sem getur hentað sem hönnunarviðmið í litlum eða meðalstórum bæjum, eins og málefni birtu og skuggavarps, sem er sannarlega mikilvægt, er samt eitthvað sem getur illa verið alráðandi þáttur í næstum 300 þúsund manna borg þar sem landvirði og þar með hagrænir, en líka umhverfis- og samgöngulegir þættir bjóða kannski ekki alltaf upp á bestu mögulegu gæði hvað það varðar. Þol og þörf okkar einstaklinganna fyrir birtu er ekki sú sama, þótt ákveðin grunnviðmið séu réttlætanleg og nauðsynleg. Aðalatriðið að gera sem best og ekki síst að neytandinn sé vel upplýstur um þessi gæði (eða skort á þeim). Þar er pottur brotinn. Ástríða fyrir því að nýta gömul hús og gömul byggingarefni, sem ekki teljast óumdeilanlegar menningarminjar, er sama marki brennd. Eins frábært og það kann að vera að gera slíkt þegar færi gefst til, þá þarf líka að taka tillit til þess að hugsanlega geti stærri hagsmunir glatast ef horft er of einstrengingslega á þetta atriði. Það má ekki útiloka þann möguleika, að stundum sé besta lausnin einfaldlega sú að fjarlægja það eldra, þótt sagan verði vissulega minna skemmtileg og kynningarnar minna áhugaverðar fyrir vikið. Og stundum getur einfaldlega reynst betra að leiða regnvatn í gamaldags ræsi frekar en blágrænar ofanvatnsfarvegi, þótt slíkar lausnir geti mjög oft verið geysilega mikil prýði, gagnlegar og hagkvæmar. En alltaf þarf að hafa heildarsamhengið og heildahagsmunina í fyrirrúmi. Og fleira má tína til. Málefni almenningssamgangna, stofnbrauta og húsnæðisframboðs eru önnur risastór mál þar sem skilgreining á gæðum getur verið gjörólík eftir því hver spurður er. En aðalatriðið er samt eftir sem áður að heildarsamhengið og heildarhagsmunir ráði för. En hér er látið staðar numið. Enda ný fundargerð komin á vefinn. Höfundur er skipulagsverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Samúel Torfi Pétursson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ungling sem snemma fékk áhuga á borgum var það mikill fengur þegar byrjað var að setja fundargerðir skipulagsnefndar Reykjavíkur á internetið árið 1997. Loks var hægt að fylgjast með öllu því sem til stóð að gera og umræðum kjörinna fulltrúa um það. Væntingarnar voru miklar um að þarna væru háleitar hugmyndir um hvernig móta mætti glæsta framtíðarborg. En vonbrigðin létu á sér kræla þegar ljóst var að hlutir eins og kvistir og aukaíbúðir tóku jafn mikið ef ekki meira pláss í þessum fundargerðum. Það eina sem gat talist krassandi var hvort þenja ætti byggðina út yfir þennan móa eða hinn, og hvort opna ætti fyrir bílaumferð í Hafnarstræti eða ekki til að bjarga miðbænum. Einu raunverulegu áhyggjurnar voru hvort ekki væri tryggt að það væru næg útivistarsvæði í nýjum hverfum. Og næg bílastæði. En með tímanum fór umræðan að taka breytingum. Bera fór á raunverulegum áherslum sem byggðu á því að fylgja enn fastar stefnu sem byggði á betra samspili umhverfislegra, samfélagslegra og hagrænna þátta, þ.e. sjálfbærni, og að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu að vinna betur saman. Og að vanda meira til verka, t.d. varðandi skuggavarp bygginga og annað. Sé hraðspólað til nútímans hefur bæði umræða og fagþekking aukist mikið og það sést í umræddum fundargerðum. En verkefnið, að leysa borg, er fyrir vikið líka orðið margfalt flóknara, sé ætlunin að tikka í sífjölgandi box. Í dag er verið að vinna eftir áætlunum sem hafa, góðu heilli, gengið lengra en flestar sem komu á undan um að nýta land betur, efla vistvænni ferðamáta, vernda náttúru og útivistarsvæði á jaðri borgarinnar og efla borgarsamfélagið í heild: lífs- og búsetugæði. Það er í takti við alþjóðlega þróun, hvar sem litið er til í okkar nágrannalöndum. Það sem ýtir líka undir þessa þróun er þau þekkingar- og fyrirtækjasamfélög sem dafna hvað best í borgum sem bjóða upp á mikil gæði. En þá er komið að lykilatriði. Hvað eru gæði? Það sem eru gæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera gæði fyrir annan. Gæði geta verið afar persónubundin og háð áherslum og jafnvel smekk hvers og eins. Og jafnvel geta orðið árekstrar milli ákveðinna geira þegar kemur að arkitektúr, verkfræði og öðru þegar kemur að gæðahugtakinu. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að þar þykir mörgum sinn fuglinn fagrastur, mikilvægastur, og jafnvel rétthærri en hinir. Að mínu mati er sú vegferð sem við erum á, með að þróa borgarsamfélagið við Faxaflóa, góð og sú besta sem völ er á, svona heilt yfir. Ég, eins og við flest, getum bent á sitthvað sem betur mætti fara. Ekkert er fullkomið. En staðan er sú að það, sem getur verið okkar hjartans mál, hvort sem það tengist áhuga eða starfsvettvangi, er eitthvað sem þarf að horfa á í víðu samhengi. Það sem getur hentað sem hönnunarviðmið í litlum eða meðalstórum bæjum, eins og málefni birtu og skuggavarps, sem er sannarlega mikilvægt, er samt eitthvað sem getur illa verið alráðandi þáttur í næstum 300 þúsund manna borg þar sem landvirði og þar með hagrænir, en líka umhverfis- og samgöngulegir þættir bjóða kannski ekki alltaf upp á bestu mögulegu gæði hvað það varðar. Þol og þörf okkar einstaklinganna fyrir birtu er ekki sú sama, þótt ákveðin grunnviðmið séu réttlætanleg og nauðsynleg. Aðalatriðið að gera sem best og ekki síst að neytandinn sé vel upplýstur um þessi gæði (eða skort á þeim). Þar er pottur brotinn. Ástríða fyrir því að nýta gömul hús og gömul byggingarefni, sem ekki teljast óumdeilanlegar menningarminjar, er sama marki brennd. Eins frábært og það kann að vera að gera slíkt þegar færi gefst til, þá þarf líka að taka tillit til þess að hugsanlega geti stærri hagsmunir glatast ef horft er of einstrengingslega á þetta atriði. Það má ekki útiloka þann möguleika, að stundum sé besta lausnin einfaldlega sú að fjarlægja það eldra, þótt sagan verði vissulega minna skemmtileg og kynningarnar minna áhugaverðar fyrir vikið. Og stundum getur einfaldlega reynst betra að leiða regnvatn í gamaldags ræsi frekar en blágrænar ofanvatnsfarvegi, þótt slíkar lausnir geti mjög oft verið geysilega mikil prýði, gagnlegar og hagkvæmar. En alltaf þarf að hafa heildarsamhengið og heildahagsmunina í fyrirrúmi. Og fleira má tína til. Málefni almenningssamgangna, stofnbrauta og húsnæðisframboðs eru önnur risastór mál þar sem skilgreining á gæðum getur verið gjörólík eftir því hver spurður er. En aðalatriðið er samt eftir sem áður að heildarsamhengið og heildarhagsmunir ráði för. En hér er látið staðar numið. Enda ný fundargerð komin á vefinn. Höfundur er skipulagsverkfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun