Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir og Sunna Kristín Símonardóttir skrifa 1. maí 2025 08:30 Bakslag í baráttunni um allan heim Í mars sl. fór fram 69. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York. Tilefnið var 30 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar, eins mikilvægasta áfanga í sögu jafnréttisbaráttunnar. Á fundinum og ráðstefnum i tengslum við hann kom skýrt fram að bakslag hefur orðið í baráttunni fyrir réttindum kvenna um allan heim. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við auknum áhrifum íhaldssamra afla og sífellt sterkari andstöðu við kynjajafnrétti. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að ástandið sé óviðunandi þar sem skipulega sé grafið undan réttindum kvenna og hvatti fólk til aukinnar þátttöku í baráttunni. Sérstaklega beindi hann máli sínu til karla og drengja, sem þyrftu að gerast virkir bandamenn í baráttunni. Við fulltrúar BHM fundum glögglega fyrir alvörunni í málflutningi þeirra sem tóku þátt í margvíslegum málstofum í tengslum við fundinn. Þar sem bakslag verður, bitnar það ætíð verst á þeim sem standa veikast – konum og stúlkum sem búa við fátækt og jaðarsetningu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka mynd af þróun mála. Þar koma fram skýr merki þess að baráttan fyrir kynjajafnrétti standi nú frammi fyrir djúpstæðum áskorunum og jafnvel skipulögðum árásum víða um heim. Kerfisbundnar árásir eru gerðar á vísindi, sjálfstæði fræðasamfélagsins og tilverurétt hinsegin fólks. Baráttan stendur á krossgötum Þó að 193 ríki hafi samþykkt yfirlýsingu fundarins um að hraða aðgerðum í þágu jafnréttis lýstu margir fulltrúar áhyggjum yfir því að réttindi sem tengjast kyn- og frjósemisheilbrigði hefðu verið felld út úr lokatextanum, þrátt fyrir að hafa verið hluti af drögum að yfirlýsingunni í janúar síðastliðnum. Það er til marks um vaxandi áhrif íhaldssamra afla sem grafa markvisst undan réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þegar Bandaríkin, eitt áhrifamesta ríki heims, neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna, vöknuðu spurningar um smitáhrif: Hvaða skilaboð sendir það öðrum ríkjum? Margir óttast að þessi niðurstaða veiti öðrum ríkjum svigrúm til að draga sig til baka frá skuldbindingum um mannréttindi undir yfirskini þjóðlegra hagsmuna eða rótgróinna gilda sem eiga rætur í feðraveldinu. Jafnréttismál virðast sífellt jaðarsettari í alþjóðlegri umræðu, þróunaraðstoð hefur minnkað og fjármagn sem áður fór til mannréttindastarfs er nú háð auknum pólitískum skilyrðum. Í stað þess að berjast áfram fyrir nýjum réttindum, er hætta á að orkan fari í að verja þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Það væri döpur framtíðarsýn fyrir dætur okkar. Jafnréttisbaráttan stendur á krossgötum: Á sama tíma og ný kynslóð kvenna og stúlkna krefst breytinga standa íhaldsöfl í vegi fyrir framþróun. Ljóst er að þær þjóðir sem vilja sjá raunverulegan árangur þurfa að leggja meira á sig í baráttunni og sætta sig aldrei við kyrrstöðu eða afturför. Ákall um aðgerðir í jafnréttismálum Í ljósi framangreindrar þróunar er vert að minna á drög stjórnvalda að framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028, sem nýverið voru birt. Í áætluninni eru gefin fyrirheit um mikilvægar og tímabærar aðgerðir í þágu jafnréttis á vinnumarkaði, um kyngreinda gagnaöflun, valdeflingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. BHM fagnar þessum áherslum en hefur jafnframt kallað eftir því að stjórnvöld gangi lengra í aðgerðamiðuðum áformum – sérstaklega í ljósi þess að árið 2025 eru 50 ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis. BHM hefur beint eindregnum tilmælum til stjórnvalda um að fylgja áætluninni eftir með skýrum og tímasettum aðgerðum. Hún verði fjármögnuð með því raunsæi og þeirri festu sem verkefnin krefjast. Eins er mikilvægt að áætlunin endurspegli ákall kvennaársins 2025 um raunverulegar breytingar og nýjan kraft í þágu kynjajafnréttis í íslensku samfélagi. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Jafnréttismál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Bakslag í baráttunni um allan heim Í mars sl. fór fram 69. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York. Tilefnið var 30 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar, eins mikilvægasta áfanga í sögu jafnréttisbaráttunnar. Á fundinum og ráðstefnum i tengslum við hann kom skýrt fram að bakslag hefur orðið í baráttunni fyrir réttindum kvenna um allan heim. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við auknum áhrifum íhaldssamra afla og sífellt sterkari andstöðu við kynjajafnrétti. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að ástandið sé óviðunandi þar sem skipulega sé grafið undan réttindum kvenna og hvatti fólk til aukinnar þátttöku í baráttunni. Sérstaklega beindi hann máli sínu til karla og drengja, sem þyrftu að gerast virkir bandamenn í baráttunni. Við fulltrúar BHM fundum glögglega fyrir alvörunni í málflutningi þeirra sem tóku þátt í margvíslegum málstofum í tengslum við fundinn. Þar sem bakslag verður, bitnar það ætíð verst á þeim sem standa veikast – konum og stúlkum sem búa við fátækt og jaðarsetningu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka mynd af þróun mála. Þar koma fram skýr merki þess að baráttan fyrir kynjajafnrétti standi nú frammi fyrir djúpstæðum áskorunum og jafnvel skipulögðum árásum víða um heim. Kerfisbundnar árásir eru gerðar á vísindi, sjálfstæði fræðasamfélagsins og tilverurétt hinsegin fólks. Baráttan stendur á krossgötum Þó að 193 ríki hafi samþykkt yfirlýsingu fundarins um að hraða aðgerðum í þágu jafnréttis lýstu margir fulltrúar áhyggjum yfir því að réttindi sem tengjast kyn- og frjósemisheilbrigði hefðu verið felld út úr lokatextanum, þrátt fyrir að hafa verið hluti af drögum að yfirlýsingunni í janúar síðastliðnum. Það er til marks um vaxandi áhrif íhaldssamra afla sem grafa markvisst undan réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þegar Bandaríkin, eitt áhrifamesta ríki heims, neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna, vöknuðu spurningar um smitáhrif: Hvaða skilaboð sendir það öðrum ríkjum? Margir óttast að þessi niðurstaða veiti öðrum ríkjum svigrúm til að draga sig til baka frá skuldbindingum um mannréttindi undir yfirskini þjóðlegra hagsmuna eða rótgróinna gilda sem eiga rætur í feðraveldinu. Jafnréttismál virðast sífellt jaðarsettari í alþjóðlegri umræðu, þróunaraðstoð hefur minnkað og fjármagn sem áður fór til mannréttindastarfs er nú háð auknum pólitískum skilyrðum. Í stað þess að berjast áfram fyrir nýjum réttindum, er hætta á að orkan fari í að verja þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Það væri döpur framtíðarsýn fyrir dætur okkar. Jafnréttisbaráttan stendur á krossgötum: Á sama tíma og ný kynslóð kvenna og stúlkna krefst breytinga standa íhaldsöfl í vegi fyrir framþróun. Ljóst er að þær þjóðir sem vilja sjá raunverulegan árangur þurfa að leggja meira á sig í baráttunni og sætta sig aldrei við kyrrstöðu eða afturför. Ákall um aðgerðir í jafnréttismálum Í ljósi framangreindrar þróunar er vert að minna á drög stjórnvalda að framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028, sem nýverið voru birt. Í áætluninni eru gefin fyrirheit um mikilvægar og tímabærar aðgerðir í þágu jafnréttis á vinnumarkaði, um kyngreinda gagnaöflun, valdeflingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. BHM fagnar þessum áherslum en hefur jafnframt kallað eftir því að stjórnvöld gangi lengra í aðgerðamiðuðum áformum – sérstaklega í ljósi þess að árið 2025 eru 50 ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis. BHM hefur beint eindregnum tilmælum til stjórnvalda um að fylgja áætluninni eftir með skýrum og tímasettum aðgerðum. Hún verði fjármögnuð með því raunsæi og þeirri festu sem verkefnin krefjast. Eins er mikilvægt að áætlunin endurspegli ákall kvennaársins 2025 um raunverulegar breytingar og nýjan kraft í þágu kynjajafnréttis í íslensku samfélagi. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun