Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2025 22:31 Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun