Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar 30. apríl 2025 09:01 Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun