Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar 29. apríl 2025 07:33 Íslands dreifðu byggðir Það er íslenskur sumardagur, sólin skín í heiði og endurkastar geislum sínum af hvítum sköflum fjallana sem umlykja þig. Þú ferðast inn gróinn dalinn, sveitabæir eru á stangli þar sem fjölskyldur starfa saman að því að fæða Íslendinga og eftir miðjum dalnum liðast á. Áin er tær og hrein, og býr löxum og silungum gott heimili. Á bakka árinnar stendur fólk og ákveður hvernig best skuli fara á því að reyna að krækja í þann stóra ofarlega í hylnum. Heppnin er með þeim því leiðsögumaðurinn hefur alist upp á bökkum árinnar en hann er sonur bóndans á innsta bænum í dalnum. Laxinn hefur verið fólkinu í dalnum dýrmæt auðlind, en um árana rás hafa fjölmargir lagt leið sína í dalinn til að njóta þeirra forréttinda að veiða villtan fisk í óspjölluðum ám. Tekjur landeigendana af sölu veiðileyfa eru stór þáttur í því að byggð hefur haldist í dalnum allt fram á þennan dag. Þetta kann þó allt að breytast í náinni framtíð. Laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið að ryðja sér rúms í íslenskum fjörðum svo um munar á undanförnum árum. Þó svo að dalurinn sé í töluverðri fjarlægð, í kílómetrum talið, frá helstu athafnasvæðum sjókvíaeldisfyrirtækjana hefur áhrif starfsemi þeirra nú þegar haft mikil áhrif á lífríki árinnar. Töluverður fjöldi strokulaxa hefur fundist íslenskum á og hefur uppruni þeirra rakinn til slysasleppinga sem hafa gerst reglulega. Í ánni sem liðast um dalinn fannst töluverður hluti storkulaxa úr sjókvíaeldi. Sömuleiðis hefur erfðaefni norsku laxana fundist í villta laxastofni árinnar sem og öðrum ám víðsvegar um landið. Hugurinn leitar strax til sagna um það hvernig minkurinn barst í íslenska náttúru. Forsvarsmenn minkaeldis sögðu í árdaga þess að það væri óhugsandi að minkurinn myndi sleppa úr búrum sínum, og ef svo yrði myndi hann aldrei lifa af í rysjóttu veðurfari Íslands. Annað kom á daginn og hefur þessi framandi ágenga tegund dreift sér um land allt með töluverðum neikvæðum afleiðingum fyrir vistkerfi landsins [1]. Hljómar ekki ósvipað og forsvarsmenn sjókvíaeldis á laxi héldu fram fyrir örfáum árum og gera í raun enn. Norskur sjókvíaeldis lax – framandi ágeng tegund Sá lax sem notaður er í íslensku sjókvíaeldi er norskur að uppruna. Upprunalega var þetta lax úr hinum ýmsu norskum ám sem hefur svo í áratugi verið kynbættur með það að marki að hann myndi stækka hratt og vera góð söluvara. Íslenski laxinn er hins vegar búinn að þróast með náttúruvali til þess að vera vel hæfur að lifa af við erfið skilyrði og geta fjölgað sér í takt við getu ánna. Norskur eldislax er því framandi í íslenskri náttúru þegar hann sleppur úr sjókvíum. Töluvert hefur verið um sleppingar og virðist ekki vera neitt lát á þeim. Rannsóknir á erfðablöndum gefa til kynna að mun fleiri sleppingar hafa átt sér stað en gert hefur verið grein fyrir opinberlega. Sleppingar hafa því greinilega verið bæði stórar og smáar í sniðum. Sem dæmi um þetta er nýleg skýrsla Jóhannesar Sturlaugssonar og Snæbjörns Pálssonar sem sýnir fram á að fjöldi eiginlegra slysasleppinga er helmingi meira en fyrirliggjandi skráningar segja til um[2]. Á Íslandi höfum við tiltölulega fáar tegundir líffvera hér á landi hvort sem er litið til þurrlendis- eða ferskvatnsvitskerfa. Hinsvegar þá er breytileikileiki innan stofna töluverður. Sem dæmi, er tiltölulega auðvelt að greina í sundur úr hvaða ám laxar koma útfrá erfðaefnum þeirra. Þingvallavatn er líka gott dæmi um þennan breytileika, þar eru einunigs þrjár tegundir fiska, en innan þessarar tegunda er fjöldi ólíkra afbirgða eða stofna sem hver hefur sín einkenni. Með auknu hlutfalli erfðaefnis frá eldislöxum í hinum villtu íslensku stofnum útvatnast sá erðafjölbreytileiki sem íslenskir stofnar búa fyrir sem ásamt öðru leiðir til þess að líkur á útrýimingu íslenska laxastofnins verði mjög miklar. Það er því hægt að hugsa um hinn norska eldislax sem notaður er hér á landi sem framandi ágenga tegund í íslenskum ám, ekki ósvipað minkinum. Þessi ágenga tegund muna hafa gríðarlegar neikvæðar afleiðingar bæði á náttúru landsins en ekki síður á efnahag og samfélagið um land allt. Í Noregi, vöggu laxeldisins, hafa afleiðingar óábyrgs eldis orðið svo alvarlegar að stjórnvöld hafa neyðst til þess að loka veiðiám, með gríðarlegu tjóni fyrir dreifðar byggðir sem byggðu afkomu sína á laxveiði. Ákvörðun um lokunina var tekin af norsku Umhverfisstofnuninni, sem benti jafnframt á að helstu ógnir villta laxins væru sjókvíaeldi og loftslagsbreytingar[3]. Þetta eru mistök sem við höfum enga ástæðu til þess að endurtaka hér á landi. Samstíga inn í sjálfbæra framtíð Við þurfum að virða varúðarregluna fyrir bæði lífríki og samfélög okkar. Nú þegar hafa íslensk stjórnvöld í raun þau tæki í höndunum sem þarf til þess að krefjast þess að allt sjókvíaeldi færist yfir í öruggar, lokaðar og sjálfbærar rekstrareiningar. Það sem vantar er pólitískur vilji, skýr stefnumörkun og þrýstingur frá samfélaginu sjálfu—frá okkur sem viljum vernda lífæðar dreifbýlisins, s.s. veiðiárnar okkar. Ég kalla því eftir ábyrgð stjórnvalda, skýrri lagasetningu sem útilokar frekari umhverfisslys og leiðir til fullrar útfösunar opins sjókvíaeldis. Veiðifélög landsins, landeigendur, og íbúar dreifðra byggða verða að láta rödd sína heyrast áður en það verður um seinan. Við eigum ekki að fórna langtíma hagsmunum okkar og komandi kynslóða fyrir skammtíma hagnað framandi og ágengra stórfyrirtækja. Höfundur er baráttumaður fyrir villta laxinn og öflugt dreifbýli. [1]Karl Skírnisson, Róbert A. Stefánsson og Menja Von Schmalensee. (2004). Minkur. Íslenskspendýr, 88-97. [2] Jóhannes Sturlaugsson og Snæbjörn Pálsson. 2025. Uppruni sjókvíaeldislaxa í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum 2015-2022. Laxfiskar. 14 bls. [3]Miljødirektoratet. 2024. Laksefisket stanses i deler av landet fra 23. Juni. https://www.miljodirektoratet.no/aktuelt/nyheter/2024/juni-2024/laksefisket-stanses-i-deler-av-landet-fra-23.-juni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslands dreifðu byggðir Það er íslenskur sumardagur, sólin skín í heiði og endurkastar geislum sínum af hvítum sköflum fjallana sem umlykja þig. Þú ferðast inn gróinn dalinn, sveitabæir eru á stangli þar sem fjölskyldur starfa saman að því að fæða Íslendinga og eftir miðjum dalnum liðast á. Áin er tær og hrein, og býr löxum og silungum gott heimili. Á bakka árinnar stendur fólk og ákveður hvernig best skuli fara á því að reyna að krækja í þann stóra ofarlega í hylnum. Heppnin er með þeim því leiðsögumaðurinn hefur alist upp á bökkum árinnar en hann er sonur bóndans á innsta bænum í dalnum. Laxinn hefur verið fólkinu í dalnum dýrmæt auðlind, en um árana rás hafa fjölmargir lagt leið sína í dalinn til að njóta þeirra forréttinda að veiða villtan fisk í óspjölluðum ám. Tekjur landeigendana af sölu veiðileyfa eru stór þáttur í því að byggð hefur haldist í dalnum allt fram á þennan dag. Þetta kann þó allt að breytast í náinni framtíð. Laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið að ryðja sér rúms í íslenskum fjörðum svo um munar á undanförnum árum. Þó svo að dalurinn sé í töluverðri fjarlægð, í kílómetrum talið, frá helstu athafnasvæðum sjókvíaeldisfyrirtækjana hefur áhrif starfsemi þeirra nú þegar haft mikil áhrif á lífríki árinnar. Töluverður fjöldi strokulaxa hefur fundist íslenskum á og hefur uppruni þeirra rakinn til slysasleppinga sem hafa gerst reglulega. Í ánni sem liðast um dalinn fannst töluverður hluti storkulaxa úr sjókvíaeldi. Sömuleiðis hefur erfðaefni norsku laxana fundist í villta laxastofni árinnar sem og öðrum ám víðsvegar um landið. Hugurinn leitar strax til sagna um það hvernig minkurinn barst í íslenska náttúru. Forsvarsmenn minkaeldis sögðu í árdaga þess að það væri óhugsandi að minkurinn myndi sleppa úr búrum sínum, og ef svo yrði myndi hann aldrei lifa af í rysjóttu veðurfari Íslands. Annað kom á daginn og hefur þessi framandi ágenga tegund dreift sér um land allt með töluverðum neikvæðum afleiðingum fyrir vistkerfi landsins [1]. Hljómar ekki ósvipað og forsvarsmenn sjókvíaeldis á laxi héldu fram fyrir örfáum árum og gera í raun enn. Norskur sjókvíaeldis lax – framandi ágeng tegund Sá lax sem notaður er í íslensku sjókvíaeldi er norskur að uppruna. Upprunalega var þetta lax úr hinum ýmsu norskum ám sem hefur svo í áratugi verið kynbættur með það að marki að hann myndi stækka hratt og vera góð söluvara. Íslenski laxinn er hins vegar búinn að þróast með náttúruvali til þess að vera vel hæfur að lifa af við erfið skilyrði og geta fjölgað sér í takt við getu ánna. Norskur eldislax er því framandi í íslenskri náttúru þegar hann sleppur úr sjókvíum. Töluvert hefur verið um sleppingar og virðist ekki vera neitt lát á þeim. Rannsóknir á erfðablöndum gefa til kynna að mun fleiri sleppingar hafa átt sér stað en gert hefur verið grein fyrir opinberlega. Sleppingar hafa því greinilega verið bæði stórar og smáar í sniðum. Sem dæmi um þetta er nýleg skýrsla Jóhannesar Sturlaugssonar og Snæbjörns Pálssonar sem sýnir fram á að fjöldi eiginlegra slysasleppinga er helmingi meira en fyrirliggjandi skráningar segja til um[2]. Á Íslandi höfum við tiltölulega fáar tegundir líffvera hér á landi hvort sem er litið til þurrlendis- eða ferskvatnsvitskerfa. Hinsvegar þá er breytileikileiki innan stofna töluverður. Sem dæmi, er tiltölulega auðvelt að greina í sundur úr hvaða ám laxar koma útfrá erfðaefnum þeirra. Þingvallavatn er líka gott dæmi um þennan breytileika, þar eru einunigs þrjár tegundir fiska, en innan þessarar tegunda er fjöldi ólíkra afbirgða eða stofna sem hver hefur sín einkenni. Með auknu hlutfalli erfðaefnis frá eldislöxum í hinum villtu íslensku stofnum útvatnast sá erðafjölbreytileiki sem íslenskir stofnar búa fyrir sem ásamt öðru leiðir til þess að líkur á útrýimingu íslenska laxastofnins verði mjög miklar. Það er því hægt að hugsa um hinn norska eldislax sem notaður er hér á landi sem framandi ágenga tegund í íslenskum ám, ekki ósvipað minkinum. Þessi ágenga tegund muna hafa gríðarlegar neikvæðar afleiðingar bæði á náttúru landsins en ekki síður á efnahag og samfélagið um land allt. Í Noregi, vöggu laxeldisins, hafa afleiðingar óábyrgs eldis orðið svo alvarlegar að stjórnvöld hafa neyðst til þess að loka veiðiám, með gríðarlegu tjóni fyrir dreifðar byggðir sem byggðu afkomu sína á laxveiði. Ákvörðun um lokunina var tekin af norsku Umhverfisstofnuninni, sem benti jafnframt á að helstu ógnir villta laxins væru sjókvíaeldi og loftslagsbreytingar[3]. Þetta eru mistök sem við höfum enga ástæðu til þess að endurtaka hér á landi. Samstíga inn í sjálfbæra framtíð Við þurfum að virða varúðarregluna fyrir bæði lífríki og samfélög okkar. Nú þegar hafa íslensk stjórnvöld í raun þau tæki í höndunum sem þarf til þess að krefjast þess að allt sjókvíaeldi færist yfir í öruggar, lokaðar og sjálfbærar rekstrareiningar. Það sem vantar er pólitískur vilji, skýr stefnumörkun og þrýstingur frá samfélaginu sjálfu—frá okkur sem viljum vernda lífæðar dreifbýlisins, s.s. veiðiárnar okkar. Ég kalla því eftir ábyrgð stjórnvalda, skýrri lagasetningu sem útilokar frekari umhverfisslys og leiðir til fullrar útfösunar opins sjókvíaeldis. Veiðifélög landsins, landeigendur, og íbúar dreifðra byggða verða að láta rödd sína heyrast áður en það verður um seinan. Við eigum ekki að fórna langtíma hagsmunum okkar og komandi kynslóða fyrir skammtíma hagnað framandi og ágengra stórfyrirtækja. Höfundur er baráttumaður fyrir villta laxinn og öflugt dreifbýli. [1]Karl Skírnisson, Róbert A. Stefánsson og Menja Von Schmalensee. (2004). Minkur. Íslenskspendýr, 88-97. [2] Jóhannes Sturlaugsson og Snæbjörn Pálsson. 2025. Uppruni sjókvíaeldislaxa í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum 2015-2022. Laxfiskar. 14 bls. [3]Miljødirektoratet. 2024. Laksefisket stanses i deler av landet fra 23. Juni. https://www.miljodirektoratet.no/aktuelt/nyheter/2024/juni-2024/laksefisket-stanses-i-deler-av-landet-fra-23.-juni
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar