Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar 24. apríl 2025 14:32 Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Leikhús Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar