Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 24. apríl 2025 14:00 Í myrkri átakanna á Gaza má greina þau sem verða verst úti – börnin. Þau sem fæddust í heim þar sem hvorki öryggi né von er fyrir hendi. Samkvæmt UNICEF hafa tugþúsundir barna á Gaza misst líf sitt, limi, foreldra, heimili og tækifæri til að lifa hefðbundna barnæsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sáttmáli sem flest ríki heims hafa undirritað, kveður á um rétt allra barna til lífs, menntunar, verndar og þátttöku í samfélaginu. En hvar eru þessi réttindi nú? Barnasáttmálinn kveður skýrt á um rétt barna til lífs, verndar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, þátttöku og friðsamlegs uppvaxtar. Sérstaklega má nefna 6., 19., 28. og 38. grein sáttmálans sem vernda börn gegn ofbeldi, tryggja þeim aðgang að menntun og vernd í stríðsátökum. Núverandi ástand á Gaza brýtur í bága við allar þessar greinar. Hryllingur bernskunnar Börn sem áður héldu í leikföng, halda nú í líf sitt. Þau sofa undir opnum himni, hrædd, svöng og í sorg. Þau hafa misst skólana sína, vini sína, föður, móður – og trú á réttlæti. Mannskæðar loftárásir, brot á mannúðarlögum og stöðugt óöryggi skapa djúp sálræn og líkamleg sár sem munu fylgja börnum í gegnum lífið, ef þau lifa það af. Íslenskur raunveruleiki minnir okkur á mikilvægi friðar og mannréttinda. Menntakerfið okkar byggir á hugmyndafræði þar sem velferð barnsins, heildrænar þroskaþarfir og menntun eru í forgrunni og þar sem lýðræði og mannréttindi eru kennd sem grunnstoðir samfélagsins. Í því ljósi er ómögulegt að líta fram hjá þeirri stöðu sem börn á Gaza standa frammi fyrir. Brotin loforð heimsins Við sem samfélag, sem alþjóðasamfélag, getum ekki samþykkt að horfa þegjandi á. Við verðum að spyrja okkur: Hvað er verðmætara en að verja og standa með börnum? Hver er trúverðugleiki Barnasáttmálans ef hann ver ekki þau sem hann á að verja best? Og hvernig útskýrum við fyrir næstu kynslóð af hverju við þögðum þegar börn voru myrt og framtíð þeirra stolið? Til að endurvekja von og reisn verður að tryggja tafarlausa vopnahlé, mannúðaraðstoð og uppbyggingu sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. En einnig þurfum við að horfast í augu við ábyrgð okkar og þegjandi samþykki og breyta í virka þátttöku, þrýsting og samstöðu. Ekkert barn á að alast upp í sprengjuhelvíti. Ekkert barn á að missa fjölskyldu sína og framtíð sína vegna pólitískra hagsmuna. Ekkert barn má gleymast. Við verðum að standa með börnunum – ekki sem áhorfendur, heldur sem verndarar. Höfundur er kennari og ritari VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í myrkri átakanna á Gaza má greina þau sem verða verst úti – börnin. Þau sem fæddust í heim þar sem hvorki öryggi né von er fyrir hendi. Samkvæmt UNICEF hafa tugþúsundir barna á Gaza misst líf sitt, limi, foreldra, heimili og tækifæri til að lifa hefðbundna barnæsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sáttmáli sem flest ríki heims hafa undirritað, kveður á um rétt allra barna til lífs, menntunar, verndar og þátttöku í samfélaginu. En hvar eru þessi réttindi nú? Barnasáttmálinn kveður skýrt á um rétt barna til lífs, verndar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, þátttöku og friðsamlegs uppvaxtar. Sérstaklega má nefna 6., 19., 28. og 38. grein sáttmálans sem vernda börn gegn ofbeldi, tryggja þeim aðgang að menntun og vernd í stríðsátökum. Núverandi ástand á Gaza brýtur í bága við allar þessar greinar. Hryllingur bernskunnar Börn sem áður héldu í leikföng, halda nú í líf sitt. Þau sofa undir opnum himni, hrædd, svöng og í sorg. Þau hafa misst skólana sína, vini sína, föður, móður – og trú á réttlæti. Mannskæðar loftárásir, brot á mannúðarlögum og stöðugt óöryggi skapa djúp sálræn og líkamleg sár sem munu fylgja börnum í gegnum lífið, ef þau lifa það af. Íslenskur raunveruleiki minnir okkur á mikilvægi friðar og mannréttinda. Menntakerfið okkar byggir á hugmyndafræði þar sem velferð barnsins, heildrænar þroskaþarfir og menntun eru í forgrunni og þar sem lýðræði og mannréttindi eru kennd sem grunnstoðir samfélagsins. Í því ljósi er ómögulegt að líta fram hjá þeirri stöðu sem börn á Gaza standa frammi fyrir. Brotin loforð heimsins Við sem samfélag, sem alþjóðasamfélag, getum ekki samþykkt að horfa þegjandi á. Við verðum að spyrja okkur: Hvað er verðmætara en að verja og standa með börnum? Hver er trúverðugleiki Barnasáttmálans ef hann ver ekki þau sem hann á að verja best? Og hvernig útskýrum við fyrir næstu kynslóð af hverju við þögðum þegar börn voru myrt og framtíð þeirra stolið? Til að endurvekja von og reisn verður að tryggja tafarlausa vopnahlé, mannúðaraðstoð og uppbyggingu sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. En einnig þurfum við að horfast í augu við ábyrgð okkar og þegjandi samþykki og breyta í virka þátttöku, þrýsting og samstöðu. Ekkert barn á að alast upp í sprengjuhelvíti. Ekkert barn á að missa fjölskyldu sína og framtíð sína vegna pólitískra hagsmuna. Ekkert barn má gleymast. Við verðum að standa með börnunum – ekki sem áhorfendur, heldur sem verndarar. Höfundur er kennari og ritari VG
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun