Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 13. apríl 2025 08:02 Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar