Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 12:34 Stelpurnar í landsliðinu settu hönd yfir merki Rapyd á treyjunni, líkt og sjá má á myndinni. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Mikil umræða skapaðist um leikina og havaríið sem þeim fylgdi. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengda öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, sem og Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði, sögðu eftir leik í gær að full langt hefði verið gengið í gagnrýni á leikmenn liðsins en fordæmdu sömuleiðis framgöngu Ísraela. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik og bætti við: „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Landsliðskonur Íslands hylja merki Rapyd í myndatöku gærkvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Ísraelska fyrirtækið Rapyd er einn aðalstyrktaraðila HSÍ sem sambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir. Það sést á liðsmyndum eftir leik gærkvöldsins að leikmenn liðsins hylja merki Rapyd í myndatöku er þær fagna HM-sætinu. Leikmenn liðsins senda þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um leikina og havaríið sem þeim fylgdi. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengda öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, sem og Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði, sögðu eftir leik í gær að full langt hefði verið gengið í gagnrýni á leikmenn liðsins en fordæmdu sömuleiðis framgöngu Ísraela. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik og bætti við: „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Landsliðskonur Íslands hylja merki Rapyd í myndatöku gærkvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Ísraelska fyrirtækið Rapyd er einn aðalstyrktaraðila HSÍ sem sambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir. Það sést á liðsmyndum eftir leik gærkvöldsins að leikmenn liðsins hylja merki Rapyd í myndatöku er þær fagna HM-sætinu. Leikmenn liðsins senda þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira