Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 12:34 Stelpurnar í landsliðinu settu hönd yfir merki Rapyd á treyjunni, líkt og sjá má á myndinni. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Mikil umræða skapaðist um leikina og havaríið sem þeim fylgdi. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengda öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, sem og Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði, sögðu eftir leik í gær að full langt hefði verið gengið í gagnrýni á leikmenn liðsins en fordæmdu sömuleiðis framgöngu Ísraela. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik og bætti við: „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Landsliðskonur Íslands hylja merki Rapyd í myndatöku gærkvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Ísraelska fyrirtækið Rapyd er einn aðalstyrktaraðila HSÍ sem sambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir. Það sést á liðsmyndum eftir leik gærkvöldsins að leikmenn liðsins hylja merki Rapyd í myndatöku er þær fagna HM-sætinu. Leikmenn liðsins senda þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um leikina og havaríið sem þeim fylgdi. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengda öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, sem og Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði, sögðu eftir leik í gær að full langt hefði verið gengið í gagnrýni á leikmenn liðsins en fordæmdu sömuleiðis framgöngu Ísraela. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik og bætti við: „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Landsliðskonur Íslands hylja merki Rapyd í myndatöku gærkvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Ísraelska fyrirtækið Rapyd er einn aðalstyrktaraðila HSÍ sem sambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir. Það sést á liðsmyndum eftir leik gærkvöldsins að leikmenn liðsins hylja merki Rapyd í myndatöku er þær fagna HM-sætinu. Leikmenn liðsins senda þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira