Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar 10. apríl 2025 19:00 Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Í ljós kom að 44% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu meðan 36% eru henni andvíg. Meirihluti er meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar og tæplega helmingur stuðningsmanna Flokks fólksins styður aðild. Einnig er meirihluti meðal stuðningsmanna þriggja flokka sem ekki náðu kjöri á Alþingi, þ.e.a.s. Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Pírata. Varðandi aðildina að NATO þá er stuðningurinn yfirgnæfandi. Þannig styðja 72% kjósenda aðild að Atlantshafsbandalaginu og einungis 12% eru henni andvíg. Stuðningsmenn aðildar eru fleiri andstæðingar meðal stuðningsmanna ALLRA stjórnmálaflokka, þ.m.t. þeirra flokka sem ekki eru á þingi en hafa sjálfir verið andsnúnir NATO-aðild. Fyrir fjórum árum var stuðningurinn við ESB-aðild um 30% og stuðningurinn við NATO 52%. Þessi mikla sveifla ræðst auðvitað mest af ytri atburðum, fyrst og fremst árás Rússlands inn í Úkraínu, sem hefur breytt því hvernig við Íslendingar þurfum að hugsa um öryggi okkar samstarf við aðrar þjóðir. Þegar stórveldi reynir að sölsa undir sig nágranna sína með vopnavaldi er rökrétt að önnur ríki, sérstaklega hin smærri, bregðist við með því að standa saman. Ríkistjórnin vinnur í samræmi við þessar áherslur. Hún hefur boðað aukna áherslu á öryggis- og varnarmál, þar sem við munum vinna í nánu í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir í NATO. Loks hefur hún heitið því að þjóðin sjálf fái að segja skoðun sína á framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Skoðun undirritaðs er þar þekkt. En kjósendur í landinu munu eiga lokaorðið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Evrópusambandið Skoðanakannanir NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Í ljós kom að 44% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu meðan 36% eru henni andvíg. Meirihluti er meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar og tæplega helmingur stuðningsmanna Flokks fólksins styður aðild. Einnig er meirihluti meðal stuðningsmanna þriggja flokka sem ekki náðu kjöri á Alþingi, þ.e.a.s. Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Pírata. Varðandi aðildina að NATO þá er stuðningurinn yfirgnæfandi. Þannig styðja 72% kjósenda aðild að Atlantshafsbandalaginu og einungis 12% eru henni andvíg. Stuðningsmenn aðildar eru fleiri andstæðingar meðal stuðningsmanna ALLRA stjórnmálaflokka, þ.m.t. þeirra flokka sem ekki eru á þingi en hafa sjálfir verið andsnúnir NATO-aðild. Fyrir fjórum árum var stuðningurinn við ESB-aðild um 30% og stuðningurinn við NATO 52%. Þessi mikla sveifla ræðst auðvitað mest af ytri atburðum, fyrst og fremst árás Rússlands inn í Úkraínu, sem hefur breytt því hvernig við Íslendingar þurfum að hugsa um öryggi okkar samstarf við aðrar þjóðir. Þegar stórveldi reynir að sölsa undir sig nágranna sína með vopnavaldi er rökrétt að önnur ríki, sérstaklega hin smærri, bregðist við með því að standa saman. Ríkistjórnin vinnur í samræmi við þessar áherslur. Hún hefur boðað aukna áherslu á öryggis- og varnarmál, þar sem við munum vinna í nánu í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir í NATO. Loks hefur hún heitið því að þjóðin sjálf fái að segja skoðun sína á framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Skoðun undirritaðs er þar þekkt. En kjósendur í landinu munu eiga lokaorðið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar