Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2025 12:33 Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur í dag sent Íslandi formlegt áminningarbréf þar sem farið er fram á að stjórnvöld leiðrétti ranga tollflokkun á osti með viðbættri jurtaolíu, þar sem hún hamlar frjálsu flæði vara. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að með því að flokka pitsaost með viðbættri jurtaolíu, sem falli undir gildissvið EES-samningsins, í rangan tollflokk og leggja tolla á vöruna, hafi Ísland brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í samtali við Vísi að niðurstaðan komi honum ekki á óvart en hann fagni henni. ESA hafi tekið málið upp eftir kvörtun FA. Ekkert annað í stöðunni en að breyta flokkuninni Félagið hafi verið þrasi við Ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytið í að verða fimm ár. Það sé með miklum ólíkindum hvernig stjórnvöld hafi umgengist bæði alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og stjórnsýslulög í því máli. Nú síðast hafi ríkisstjórnin sett áform um að færa tollflokkunina til samræmis við alþjóðlegu tollskrána og ákvörðun alþjóðatollastofnunarinnar á ís. Það hafi verið gert vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði. „Nú held ég að ráðherrarnir eigi ekki neinn annan kost en að taka þau áform upp aftur. Annars bíður bara enn einn dómurinn frá EFTA-dómstólnum.“ Boðaði breytingar en hætti við Talsverðar vendingar hafa orðið í málinu síðustu mánuði en í febrúar var greint frá því að Ísland hefði í fyrsta sinn verið á lista yfir kvartanir vegna viðskiptahindrana, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins, vegn ákvörðunar Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Skömmu áður hafði Daði Már Kristófersson, þá nýsleginn fjármálaráðherra, birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem hefði breytt tollflokkuninni aftur til lögmæts horfs. Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi mótmæltu áformunum harðlega og sögðu að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Þá sagði þingmaður Framsóknarflokksins í ræðustól Alþingis að ef af áformunum yrði myndu tugir kúabænda þurfa að bregða búi. Svo fór að Daði Már ákvað afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Himinháir tollar eða engir tollar Í tilkynningu ESA segir að í fyrra hafi stofnunin tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að kvörtun hefði borist vegna tollflokkunar á osti með viðbættum jurtaolíum, þar með talið vöru sem þekkt er undir heitinu „pizza mix“. Kvartandi hafi haldið því fram að Ísland hefði flokkað slíkan ost í rangan tollflokk. Afleiðingin væri sú að lagður væri 30 prósent tollur auk 795 króna á hvert kíló við innflutning til Íslands. Ef varan væri hins vegar rétt flokkuð, félli hún undir bókun 3 við EES-samninginn og bæri þar af leiðandi engan toll. Árið 2020 hafi íslensk tollyfirvöld ákveðið að endurskoða tollflokkun á vörum sem innihéldu svokallaðar pítsaostblöndur. Niðurstaðan hafi orðið sú að slíkar vörur féllu undir 4. kafla tollskrárinnar sem endurspegli sama kafla í tollskrá alþjóðatollastofnunarinnar (Harmonised System), sem sé alþjóðlegt kerfi sem notað sé til að flokka viðskiptaafurðir. Sá kafli nái yfir mjólkurvörur og falli utan gildissviðs EES-samningsins og beri þar með tolla. Þessi flokkun hafi síðan verið staðfest af íslenskum dómstólum. Í formlegu áminningarbréfi ESA komi fram að ostur með viðbættri jurtaolíu falli undir gildissvið EES-samningsins þegar mjólkurfituinnihald er allt að 15 prósentum. Þar með, ef ostur með viðbættri jurtaolíu hefði verið rétt flokkaður í samræmi við tollflokkun alþjóðatollastofnunarinnar og EES-samninginn, bæri ekki að leggja tolla á vörurnar. „ESA hefur því komist að þeirri niðurstöðu að með því að flokka ost með viðbættri jurtaolíu – sem fellur undir gildissvið EES-samningsins – í rangan tollflokk og leggja tolla á vöruna, hafi Ísland brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum.“ Matur Skattar og tollar Landbúnaður Atvinnurekendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. 22. febrúar 2025 15:56 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að með því að flokka pitsaost með viðbættri jurtaolíu, sem falli undir gildissvið EES-samningsins, í rangan tollflokk og leggja tolla á vöruna, hafi Ísland brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í samtali við Vísi að niðurstaðan komi honum ekki á óvart en hann fagni henni. ESA hafi tekið málið upp eftir kvörtun FA. Ekkert annað í stöðunni en að breyta flokkuninni Félagið hafi verið þrasi við Ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytið í að verða fimm ár. Það sé með miklum ólíkindum hvernig stjórnvöld hafi umgengist bæði alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og stjórnsýslulög í því máli. Nú síðast hafi ríkisstjórnin sett áform um að færa tollflokkunina til samræmis við alþjóðlegu tollskrána og ákvörðun alþjóðatollastofnunarinnar á ís. Það hafi verið gert vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði. „Nú held ég að ráðherrarnir eigi ekki neinn annan kost en að taka þau áform upp aftur. Annars bíður bara enn einn dómurinn frá EFTA-dómstólnum.“ Boðaði breytingar en hætti við Talsverðar vendingar hafa orðið í málinu síðustu mánuði en í febrúar var greint frá því að Ísland hefði í fyrsta sinn verið á lista yfir kvartanir vegna viðskiptahindrana, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins, vegn ákvörðunar Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Skömmu áður hafði Daði Már Kristófersson, þá nýsleginn fjármálaráðherra, birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem hefði breytt tollflokkuninni aftur til lögmæts horfs. Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi mótmæltu áformunum harðlega og sögðu að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Þá sagði þingmaður Framsóknarflokksins í ræðustól Alþingis að ef af áformunum yrði myndu tugir kúabænda þurfa að bregða búi. Svo fór að Daði Már ákvað afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Himinháir tollar eða engir tollar Í tilkynningu ESA segir að í fyrra hafi stofnunin tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að kvörtun hefði borist vegna tollflokkunar á osti með viðbættum jurtaolíum, þar með talið vöru sem þekkt er undir heitinu „pizza mix“. Kvartandi hafi haldið því fram að Ísland hefði flokkað slíkan ost í rangan tollflokk. Afleiðingin væri sú að lagður væri 30 prósent tollur auk 795 króna á hvert kíló við innflutning til Íslands. Ef varan væri hins vegar rétt flokkuð, félli hún undir bókun 3 við EES-samninginn og bæri þar af leiðandi engan toll. Árið 2020 hafi íslensk tollyfirvöld ákveðið að endurskoða tollflokkun á vörum sem innihéldu svokallaðar pítsaostblöndur. Niðurstaðan hafi orðið sú að slíkar vörur féllu undir 4. kafla tollskrárinnar sem endurspegli sama kafla í tollskrá alþjóðatollastofnunarinnar (Harmonised System), sem sé alþjóðlegt kerfi sem notað sé til að flokka viðskiptaafurðir. Sá kafli nái yfir mjólkurvörur og falli utan gildissviðs EES-samningsins og beri þar með tolla. Þessi flokkun hafi síðan verið staðfest af íslenskum dómstólum. Í formlegu áminningarbréfi ESA komi fram að ostur með viðbættri jurtaolíu falli undir gildissvið EES-samningsins þegar mjólkurfituinnihald er allt að 15 prósentum. Þar með, ef ostur með viðbættri jurtaolíu hefði verið rétt flokkaður í samræmi við tollflokkun alþjóðatollastofnunarinnar og EES-samninginn, bæri ekki að leggja tolla á vörurnar. „ESA hefur því komist að þeirri niðurstöðu að með því að flokka ost með viðbættri jurtaolíu – sem fellur undir gildissvið EES-samningsins – í rangan tollflokk og leggja tolla á vöruna, hafi Ísland brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum.“
Matur Skattar og tollar Landbúnaður Atvinnurekendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. 22. febrúar 2025 15:56 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. 22. febrúar 2025 15:56