Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 10:39 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi höfðu mótmælt áformunum og sagt að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs, þannig innflutningur ostsins verði tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Sjá: Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts „Ég hef heyrt áhyggjur bænda“ Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greinir frá ákvörðuninni í færslu á Facebook. Hún segir að ríkisstjórnin sé einhuga í því að stunda virkt samráð og hlusta á mismunandi sjónarmið. „Ég hef heyrt áhyggjur bænda af því að til standi að breyta tollflokkun jurtaosts til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og að breytingin kunni að hafa í för með sér neikvæð áhrif á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.“ Hún hafi átt gott samtal við Daða Má um alla anga þessa máls og í kjölfarið hafi hann ákveðið að afturkalla áformin. Til standi að hefja frekari skoðun málsins, eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmunineytenda. Skattar og tollar Matur Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi höfðu mótmælt áformunum og sagt að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs, þannig innflutningur ostsins verði tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Sjá: Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts „Ég hef heyrt áhyggjur bænda“ Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greinir frá ákvörðuninni í færslu á Facebook. Hún segir að ríkisstjórnin sé einhuga í því að stunda virkt samráð og hlusta á mismunandi sjónarmið. „Ég hef heyrt áhyggjur bænda af því að til standi að breyta tollflokkun jurtaosts til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og að breytingin kunni að hafa í för með sér neikvæð áhrif á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.“ Hún hafi átt gott samtal við Daða Má um alla anga þessa máls og í kjölfarið hafi hann ákveðið að afturkalla áformin. Til standi að hefja frekari skoðun málsins, eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmunineytenda.
Skattar og tollar Matur Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun