(Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar 9. apríl 2025 11:32 Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun