(Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar 9. apríl 2025 11:32 Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun