Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun