Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. apríl 2025 12:02 Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Vinstri græn Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar