Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 07:52 Um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Vísir/Anton Brink Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO. Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO.
Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira