Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar 7. apríl 2025 15:30 Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Niðurstöðurnar eru þær að við vanræktum geðheilbrigðiskerfið um 190 ma.kr. á þessum 10 árum. Eftir kosningar var mynduð ríkisstjórn flokka sem höfðu talað með nokkuð afgerandi hætti um að geðheilbrigðiskerfið hefði setið á hakanum. Í málefnasamningi flokkanna eru sett fram markmið samstarfsins og þar segir í 14. markmiði: „Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda.“ Fjármálaáætlun til 2030 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í síðustu viku, má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. (Bls. 55) Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. (Bls. 169) Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. (Bls. 169) Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. (Bls. 155) Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. (Bls. 164) Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. (Bls. 185) Góð fyrirheit en lítið fjármagn Allt eru þetta góð fyrirheit en því miður fylgja þessum áherslum afar takmarkaðir fjármunir. Það er ljóst að áralöng vanræksla málaflokksins verður ekki leiðrétt á nokkrum mánuðum enda innviðaskuldin mjög stór en málaflokkurinn hefði þurft miklu afgerandi viðbragð frá stjórnvöldum. Öryggisvistun, sem átti til skamms tíma að rísa í Reykjanesbæ en hefur ekki náð í gegn sl. fimm ár, kemst loksins á áætlun og auk þess er gert ráð fyrir að fjölga legurýmum á réttargeðdeild. Þetta tvennt kostar samkvæmt áætluninni 5 ma. kr. samtals á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir 2,3 ma.kr. „vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“(Bls. 169). Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi að þá er dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi í þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verðir ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á dagskrá Í fjármálaáætlun til ársins 2030 er hvergi að finna nýja geðdeild. Vafalaust verður þeirri skýringu haldið á lofti að enn sé verið að vinna í staðsetningu en sú skýring er aum. Fjármálaáætlun endurspeglar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Með því að segjast ætla að gera eitthvað og eyrnamerkja verkefninu um leið fjármagn þá er það komið á dagskrá. Það að segjast ætla að stytta biðlista og setja geðheilbrigðismál í forgang en eyrnamerkja enga eða takarkaða peninga verkefninu þá eru málin ekki komin á dagskrá. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir aukningu upp 7,3 ma.kr. samtals til málaflokksins til ársins 2030 en af því eru framkvæmdir 5 ma.kr. og 2,3 ma.kr. sem á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta er í raun eina viðbótar fjármagnið sem sett verður í málaflokk sem hefur verið sveltur um 190 ma. kr. sl. 10 ár. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum er skorin niður um 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Skrifum nýja fjármálaáætlun sem setur geðheilbrigði í öndvegi Það hefur legið fyrir í áraraðir að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið vanfjármagnað og geðheilbrigðiskerfið alveg sérstaklega. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Fjármálaáætlun til ársins 2030 er ekki svarið sem vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfið þurfti. Það þarf að skrifa þessa áætlun aftur og forgangsraða upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Niðurstöðurnar eru þær að við vanræktum geðheilbrigðiskerfið um 190 ma.kr. á þessum 10 árum. Eftir kosningar var mynduð ríkisstjórn flokka sem höfðu talað með nokkuð afgerandi hætti um að geðheilbrigðiskerfið hefði setið á hakanum. Í málefnasamningi flokkanna eru sett fram markmið samstarfsins og þar segir í 14. markmiði: „Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda.“ Fjármálaáætlun til 2030 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í síðustu viku, má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. (Bls. 55) Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. (Bls. 169) Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. (Bls. 169) Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. (Bls. 155) Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. (Bls. 164) Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. (Bls. 185) Góð fyrirheit en lítið fjármagn Allt eru þetta góð fyrirheit en því miður fylgja þessum áherslum afar takmarkaðir fjármunir. Það er ljóst að áralöng vanræksla málaflokksins verður ekki leiðrétt á nokkrum mánuðum enda innviðaskuldin mjög stór en málaflokkurinn hefði þurft miklu afgerandi viðbragð frá stjórnvöldum. Öryggisvistun, sem átti til skamms tíma að rísa í Reykjanesbæ en hefur ekki náð í gegn sl. fimm ár, kemst loksins á áætlun og auk þess er gert ráð fyrir að fjölga legurýmum á réttargeðdeild. Þetta tvennt kostar samkvæmt áætluninni 5 ma. kr. samtals á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir 2,3 ma.kr. „vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“(Bls. 169). Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi að þá er dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi í þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verðir ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á dagskrá Í fjármálaáætlun til ársins 2030 er hvergi að finna nýja geðdeild. Vafalaust verður þeirri skýringu haldið á lofti að enn sé verið að vinna í staðsetningu en sú skýring er aum. Fjármálaáætlun endurspeglar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Með því að segjast ætla að gera eitthvað og eyrnamerkja verkefninu um leið fjármagn þá er það komið á dagskrá. Það að segjast ætla að stytta biðlista og setja geðheilbrigðismál í forgang en eyrnamerkja enga eða takarkaða peninga verkefninu þá eru málin ekki komin á dagskrá. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir aukningu upp 7,3 ma.kr. samtals til málaflokksins til ársins 2030 en af því eru framkvæmdir 5 ma.kr. og 2,3 ma.kr. sem á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta er í raun eina viðbótar fjármagnið sem sett verður í málaflokk sem hefur verið sveltur um 190 ma. kr. sl. 10 ár. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum er skorin niður um 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Skrifum nýja fjármálaáætlun sem setur geðheilbrigði í öndvegi Það hefur legið fyrir í áraraðir að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið vanfjármagnað og geðheilbrigðiskerfið alveg sérstaklega. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Fjármálaáætlun til ársins 2030 er ekki svarið sem vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfið þurfti. Það þarf að skrifa þessa áætlun aftur og forgangsraða upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálp.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun