Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref. Með uppbyggingu innlendrar orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum þróaðist sterkt og öflugt samfélag, í fyrstu framleiðsludrifið en nú líka hugvitsdrifið. Endurnýjanleg, ódýr og örugg orka styður við fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mörgum stoðum, ekki síst hugviti og tækni. Tækifærin í tækninni Breytingarnar á íslensku samfélagi eru áþreifanlegar. Við búum nú færri í hverri íbúð en áður tíðkaðist, rafbílavæðingin heldur áfram með hraði, og sífellt fleiri heimilistæki og tæknibúnaður krefst stöðugrar og öruggrar orku. Fjölmörg algeng tæki á heimilum og vinnustöðum eru sítengd og krefjast orku jafnvel þegar við erum ekki að nota þau. Ísland er eitt rafrænasta samfélag í heimi og flestum finnst okkur sjálfsagt að sækja þjónustu rafrænt, stunda vinnu að heiman, vera í sambandi við fjölskyldu og vini á netinu og taka þátt í samfélaginu eftir stafrænum leiðum. Raftæki fylgja okkur alla daga. Við notum Outlook, Teams og ChatGPT á daginn og Netflix á kvöldin. Öll þessi stafræna tenging krefst orku, en ekki síður reiknigetu gagnavera sem sjá til þess að við getum keyrt allan þennan hugbúnað sem við treystum á. Hafi olían knúið áfram 20. öldina mun reiknigeta og gagnamagn gegna sama hlutverki í samfélagi 21. aldar. Því er stundum fleygt fram að gagnaver hérlendis þjónusti fyrst og fremst rafmyntagröft og framleiði ekki samfélagsleg verðmæti. Því fer fjarri. Gervigreindin byggir á gagnaverum og tækninni fleygir sannarlega fram á þeim vettvangi þessi misserin. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun. Hér ríkja kjöraðstæður fyrir gagnaver, en hið kalda loftslag kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað ásamt því að nútímalegir innviðir, öruggt umhverfi og vel menntað starfsfólk styðja við slíka starfsemi. Mikill vöxtur er fram undan í þessum iðnaði enda notum við sífellt meira af gögnum. Við sjáum öll að gervigreindin verður sífellt mikilvægari. Áframhaldandi vöxtur samfélagsins, uppbygging nýrra atvinnutækifæra og tækniþróun kallar því óhjákvæmilega á meiri raforku. En hversu mikla orku? Orkuþörf okkar vex ekki bara vegna tækni eða iðnaðar – hún endurspeglar hver við erum sem samfélag og hvert við viljum fara. Við viljum skapa framtíð sem byggir á sjálfbærni. Nú heyrast hins vegar gamalkunnug stef í orkumálum, sérstaklega vestanhafs þar sem „drill baby drill“ virðist ætla að verða slagorð forsetans þar í málaflokknum. Ísland má ekki láta deigan síga nú þegar áherslan virðist færast frá umhverfismálum og umræða um áframhaldandi notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis virðist á uppleið. Við eigum að stefna ótrauð að orkuskiptum. Það skiptir öllu máli fyrir loftslagið og lífríkið – en líka fyrir heilbrigði fólks, lífsgæði og jöfnuð í samfélaginu. Við þurfum að vinna meiri raforku hér á landi til að geta hætt að nota jarðefnaeldsneyti. Ýmsar spár hafa verið settar fram um hve mikla raforku þarf til orkuskipta. Ekki er langt síðan við töldum líklegast að grænt eldsneyti, unnið úr rafmagni (vetni) og t.d. kolefni (metanól o.fl.) myndi að mestu leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Þetta græna eldsneyti mun vissulega skipta máli í ákveðnum geirum þegar fram líða stundir en núna eru þessir orkuberar ekki samkeppnishæfir. Hröð tækniþróun í beinni notkun raforku á ýmsar vélar og tæki minnkar svo enn þann hluta sem rafeldsneytið þyrfti ella að dekka. Því meiri raforku sem við getum notað beint á þann búnað sem við notum núna jarðefnaeldsneyti á, því viðráðanlegra verður það verkefni að afla orku fyrir orkuskiptin. Orkuskipti hafa nefnilega bætta orkunýtni í för með sér – við náum að nota mun hærra hlutfall raforkunnar til að vinna fyrir okkur en við náum að gera með jarðefnaeldsneyti. Spár um að tvöfalda þurfi orkukerfið hér á landi fyrir orkuskiptin ganga því ekki upp. Þörfin verður líkast til minni og mun vaxa hægar en spáð var. Raunhæfari vöxtur er á þá leið sem núverandi ríkistjórnarflokkar hafa talað fyrir, um 5 TWst aukning (25% núverandi orkukerfis) til 2035 og hóflegur vöxtur í framhaldi af því. Hugsum til langs tíma Vilji til orkuöflunar snýr alls ekki að því hvað við í orkugeiranum viljum virkja mikið heldur hvernig við öll viljum að samfélag okkar þróist. Hversu mikla orku þurfum við sem samfélag til að sú þróun gangi eftir? Í orkustefnu stjórnvalda segir að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt en ekki er ljóst hvað það þýðir í raun. Stjórnvöld þurfa að setja fram stefnu um hver orkuþörfin verði til langs tíma og taka ákvarðanir um orkuöflun - sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geta svo unnið eftir. Stefnuna þarf að uppfæra og endurmeta reglulega. Skortur á rafmagni mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrst fyrir atvinnulíf og nýsköpun og síðar fyrir lífskjör almennings. Við verðum að sjá til þess að börnin okkar taki við góðu búi. Að sama skapi eiga Íslendingar ávallt að vera í fararbroddi í umhverfismálum og stefna að fullum orkuskiptum sem fyrst. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og situr í stjórn UN Global Compact á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref. Með uppbyggingu innlendrar orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum þróaðist sterkt og öflugt samfélag, í fyrstu framleiðsludrifið en nú líka hugvitsdrifið. Endurnýjanleg, ódýr og örugg orka styður við fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mörgum stoðum, ekki síst hugviti og tækni. Tækifærin í tækninni Breytingarnar á íslensku samfélagi eru áþreifanlegar. Við búum nú færri í hverri íbúð en áður tíðkaðist, rafbílavæðingin heldur áfram með hraði, og sífellt fleiri heimilistæki og tæknibúnaður krefst stöðugrar og öruggrar orku. Fjölmörg algeng tæki á heimilum og vinnustöðum eru sítengd og krefjast orku jafnvel þegar við erum ekki að nota þau. Ísland er eitt rafrænasta samfélag í heimi og flestum finnst okkur sjálfsagt að sækja þjónustu rafrænt, stunda vinnu að heiman, vera í sambandi við fjölskyldu og vini á netinu og taka þátt í samfélaginu eftir stafrænum leiðum. Raftæki fylgja okkur alla daga. Við notum Outlook, Teams og ChatGPT á daginn og Netflix á kvöldin. Öll þessi stafræna tenging krefst orku, en ekki síður reiknigetu gagnavera sem sjá til þess að við getum keyrt allan þennan hugbúnað sem við treystum á. Hafi olían knúið áfram 20. öldina mun reiknigeta og gagnamagn gegna sama hlutverki í samfélagi 21. aldar. Því er stundum fleygt fram að gagnaver hérlendis þjónusti fyrst og fremst rafmyntagröft og framleiði ekki samfélagsleg verðmæti. Því fer fjarri. Gervigreindin byggir á gagnaverum og tækninni fleygir sannarlega fram á þeim vettvangi þessi misserin. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun. Hér ríkja kjöraðstæður fyrir gagnaver, en hið kalda loftslag kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað ásamt því að nútímalegir innviðir, öruggt umhverfi og vel menntað starfsfólk styðja við slíka starfsemi. Mikill vöxtur er fram undan í þessum iðnaði enda notum við sífellt meira af gögnum. Við sjáum öll að gervigreindin verður sífellt mikilvægari. Áframhaldandi vöxtur samfélagsins, uppbygging nýrra atvinnutækifæra og tækniþróun kallar því óhjákvæmilega á meiri raforku. En hversu mikla orku? Orkuþörf okkar vex ekki bara vegna tækni eða iðnaðar – hún endurspeglar hver við erum sem samfélag og hvert við viljum fara. Við viljum skapa framtíð sem byggir á sjálfbærni. Nú heyrast hins vegar gamalkunnug stef í orkumálum, sérstaklega vestanhafs þar sem „drill baby drill“ virðist ætla að verða slagorð forsetans þar í málaflokknum. Ísland má ekki láta deigan síga nú þegar áherslan virðist færast frá umhverfismálum og umræða um áframhaldandi notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis virðist á uppleið. Við eigum að stefna ótrauð að orkuskiptum. Það skiptir öllu máli fyrir loftslagið og lífríkið – en líka fyrir heilbrigði fólks, lífsgæði og jöfnuð í samfélaginu. Við þurfum að vinna meiri raforku hér á landi til að geta hætt að nota jarðefnaeldsneyti. Ýmsar spár hafa verið settar fram um hve mikla raforku þarf til orkuskipta. Ekki er langt síðan við töldum líklegast að grænt eldsneyti, unnið úr rafmagni (vetni) og t.d. kolefni (metanól o.fl.) myndi að mestu leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Þetta græna eldsneyti mun vissulega skipta máli í ákveðnum geirum þegar fram líða stundir en núna eru þessir orkuberar ekki samkeppnishæfir. Hröð tækniþróun í beinni notkun raforku á ýmsar vélar og tæki minnkar svo enn þann hluta sem rafeldsneytið þyrfti ella að dekka. Því meiri raforku sem við getum notað beint á þann búnað sem við notum núna jarðefnaeldsneyti á, því viðráðanlegra verður það verkefni að afla orku fyrir orkuskiptin. Orkuskipti hafa nefnilega bætta orkunýtni í för með sér – við náum að nota mun hærra hlutfall raforkunnar til að vinna fyrir okkur en við náum að gera með jarðefnaeldsneyti. Spár um að tvöfalda þurfi orkukerfið hér á landi fyrir orkuskiptin ganga því ekki upp. Þörfin verður líkast til minni og mun vaxa hægar en spáð var. Raunhæfari vöxtur er á þá leið sem núverandi ríkistjórnarflokkar hafa talað fyrir, um 5 TWst aukning (25% núverandi orkukerfis) til 2035 og hóflegur vöxtur í framhaldi af því. Hugsum til langs tíma Vilji til orkuöflunar snýr alls ekki að því hvað við í orkugeiranum viljum virkja mikið heldur hvernig við öll viljum að samfélag okkar þróist. Hversu mikla orku þurfum við sem samfélag til að sú þróun gangi eftir? Í orkustefnu stjórnvalda segir að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt en ekki er ljóst hvað það þýðir í raun. Stjórnvöld þurfa að setja fram stefnu um hver orkuþörfin verði til langs tíma og taka ákvarðanir um orkuöflun - sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geta svo unnið eftir. Stefnuna þarf að uppfæra og endurmeta reglulega. Skortur á rafmagni mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrst fyrir atvinnulíf og nýsköpun og síðar fyrir lífskjör almennings. Við verðum að sjá til þess að börnin okkar taki við góðu búi. Að sama skapi eiga Íslendingar ávallt að vera í fararbroddi í umhverfismálum og stefna að fullum orkuskiptum sem fyrst. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og situr í stjórn UN Global Compact á Íslandi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun