Verstappen á ráspólnum í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 09:16 Heimsmeistarinn Max Verstappen er á ráspól í fyrsta sinn á tímabilinu en þetta er þriðji kappakstur ársins í formúlu 1. Getty/Mark Sutton Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í formúlu 1, verður á ráspól í Japanskappakstrinum sem er fram í nótt. Verstappen keyrir fyrir Red Bull og var á eftir McLaren bílunum alla vikuna. Hann náði hins vegar að breyta því í síðasta hringnum í tímatökunni og endaði 0,012 sekúndum á undan Lando Norris hjá McLaren. Oscar Piastri hjá McLaren var fyrstur í fyrstu hringjunum í tímatökunni en varð á endanum að sætta sig við að detta niður í þriðja sætið. WHAT A SESSION!Max Verstappen. Take. A. Bow.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/w72EgQ5ICD— Formula 1 (@F1) April 5, 2025 George Russell hjá Mercedes byrjar fimmti en Ferrari maðurinn Lewis Hamilton þarf að ræsa áttundi. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð aftur á móti fjórði í tímatökunni. Þetta er þriðji kappakstur tímabilsins en hinir fóru fram í Ástralíu og Kína. One to watch! 😎Here's your starting grid for Sunday at Suzuka 👇#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/7eesvCSx8Y— Formula 1 (@F1) April 5, 2025 Verstappen er á ráspól í fyrsta sinn á tímabilinu en í hinum tveimur keppnum ársins voru McLaren mennirnir Lando Norris (í Ástralíu) og Oscar Piastri (í Kína) á ráspól. Norris (í Ástralíu) og Piastri (í Kína) hafa líka unnið tvær fyrstu keppnir ársins en Verstappen varð annar í Ástralíu og fjórða sæti í Kína. Norris (44 stig) er með átta stiga forskot á Verstappen (36 stig) í keppnu ökumanna en George Russell er í þriðja sætinu, stigi á eftir Verstappen. McLaren-Mercedes er með 21 stigs forskot á Mercedes í keppni bílaframleiðanda. Listen to that roar!Max Verstappen is on POLE#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/s8LtjOWFms— Formula 1 (@F1) April 5, 2025 Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen keyrir fyrir Red Bull og var á eftir McLaren bílunum alla vikuna. Hann náði hins vegar að breyta því í síðasta hringnum í tímatökunni og endaði 0,012 sekúndum á undan Lando Norris hjá McLaren. Oscar Piastri hjá McLaren var fyrstur í fyrstu hringjunum í tímatökunni en varð á endanum að sætta sig við að detta niður í þriðja sætið. WHAT A SESSION!Max Verstappen. Take. A. Bow.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/w72EgQ5ICD— Formula 1 (@F1) April 5, 2025 George Russell hjá Mercedes byrjar fimmti en Ferrari maðurinn Lewis Hamilton þarf að ræsa áttundi. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð aftur á móti fjórði í tímatökunni. Þetta er þriðji kappakstur tímabilsins en hinir fóru fram í Ástralíu og Kína. One to watch! 😎Here's your starting grid for Sunday at Suzuka 👇#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/7eesvCSx8Y— Formula 1 (@F1) April 5, 2025 Verstappen er á ráspól í fyrsta sinn á tímabilinu en í hinum tveimur keppnum ársins voru McLaren mennirnir Lando Norris (í Ástralíu) og Oscar Piastri (í Kína) á ráspól. Norris (í Ástralíu) og Piastri (í Kína) hafa líka unnið tvær fyrstu keppnir ársins en Verstappen varð annar í Ástralíu og fjórða sæti í Kína. Norris (44 stig) er með átta stiga forskot á Verstappen (36 stig) í keppnu ökumanna en George Russell er í þriðja sætinu, stigi á eftir Verstappen. McLaren-Mercedes er með 21 stigs forskot á Mercedes í keppni bílaframleiðanda. Listen to that roar!Max Verstappen is on POLE#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/s8LtjOWFms— Formula 1 (@F1) April 5, 2025
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira