Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun