Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar 4. apríl 2025 13:16 Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar