Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar 4. apríl 2025 13:16 Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun