Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun