Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar