Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. apríl 2025 07:02 Nú liggur fyrir skýrt lögfræðiálit um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem gegnir formennsku fyrir íþróttafélag í borginni sé vanhæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur samkvæmt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga. Ef fulltrúi gegnir hlutverki sem hann er vanhæfur til að gegna grefur það undan lýðræðislegri, faglegri og sanngjarnri stjórnsýslu og opnar á möguleika á spillingu. Það er gjörsamlega óskiljanlegt - að þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem kveður á afdráttarlausan hátt á um að fulltrúinn sé vanhæfur til setu í ráðinu, að það geti haft fjölmörg neikvæð áhrif á ákvarðanatöku í ráðinu og traust á ákvörðunum ráðsins, að það geti jafnvel gert ákvarðanir ráðsins ólögmætar og Reykjavíkurborg skaðabótaskylda vegna einstaka ákvarðana - að Sjálfstæðisflokkurinn haldi til streitu kröfu sinni um að kjósa þennan borgarfulltrúa í ráðið. Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins um að skipa fulltrúann í ráðið en sama tillaga lág fyrir á síðasta fundi og var þá frestað og því ekki til mikils að halda í vonina um að undarlegt aprílgabb sé að ræða. Ef vafi leikur á um réttmæti lögfræðiálitsins sem komist hefur að þessari niðurstöðu að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki bara lágmark heldur liggur í augum uppi að það sé ófrávíkjanleg skylda allra hlutaðeigandi að komast til botns í málinu eftir þar til bærum leiðum áður en fulltrúinn er kosinn í ráðið. Annað væri móðgun við lýðræðislega ferla og færi að mínu mati ansi nærri því að því að vera afglöp í starfi. Fulltrúinn er ekki bara vanhæfur þegar kemur að málefnum sem geta beint snert íþróttafélagið sem hann er í forsvari fyrir heldur almennt vanhæfur til að sitja í ráðinu og gegna því eftirlitshlutverki sem á því hvílir, sem er ekki einskorðað við „sérstök atvik eða einstök mál“ eins og segir í álitinu. Þar er líka talað um viðmið umboðsmanns Alþingis um skipan í nefndarsæti og að „ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annaðhvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálfkrafa að þeir geti ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál“. Markmið hæfisreglnanna er að draga úr hættu á að persónulegir hagsmunir einstaklinga í stjórnsýslunni hafi áhrif á niðurstöðu máls og tryggja vandaða og faglega ákvarðanatöku og stjórnsýslu sem nýtur trausts og trúverðugleika. Að vinna gegn sérhagsmunagæslu, frændhygli og spillingu við umsýslu almannagæða, að styrkja faglega og vandaða stjórnsýslu sem og að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni er mitt helsta leiðarstef í pólitík. Það skiptir ekki bara máli hvað við gerum heldur líka hvernig það er gert og að vinnubrögðin séu fagleg og gagnsæ. Lýðræðislegur réttur flokka til að tilnefna sína fulltrúa til nefndarsetu er afar mikilvægur en það er ábyrgðarhluti og siðferðilega ámælisvert að tilnefna fulltrúa í ráð sem vitað er að sé vanhæfur samkvæmt bestu upplýsingum. Það er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðanna ráðsins. Það er vont og óábyrgt að setja aðra fulltrúa borgarstjórnar í þá stöðu að þurfa að stíga inn í slíkt mál í stað þess að axla pólitíska ábyrgð á eigin nefndarsætum. Það er þó sumpart í takt við annað sem flokkurinn hefur í áranna rás staðið fyrir og ætti kannski ekki að koma mér svona á óvart, en ég var samt að vona að við værum komin lengra en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn og hans hagsmunir eiga ekki að skipta meira máli en hagsmunir almennings. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Reykjavík Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir skýrt lögfræðiálit um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem gegnir formennsku fyrir íþróttafélag í borginni sé vanhæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur samkvæmt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga. Ef fulltrúi gegnir hlutverki sem hann er vanhæfur til að gegna grefur það undan lýðræðislegri, faglegri og sanngjarnri stjórnsýslu og opnar á möguleika á spillingu. Það er gjörsamlega óskiljanlegt - að þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem kveður á afdráttarlausan hátt á um að fulltrúinn sé vanhæfur til setu í ráðinu, að það geti haft fjölmörg neikvæð áhrif á ákvarðanatöku í ráðinu og traust á ákvörðunum ráðsins, að það geti jafnvel gert ákvarðanir ráðsins ólögmætar og Reykjavíkurborg skaðabótaskylda vegna einstaka ákvarðana - að Sjálfstæðisflokkurinn haldi til streitu kröfu sinni um að kjósa þennan borgarfulltrúa í ráðið. Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins um að skipa fulltrúann í ráðið en sama tillaga lág fyrir á síðasta fundi og var þá frestað og því ekki til mikils að halda í vonina um að undarlegt aprílgabb sé að ræða. Ef vafi leikur á um réttmæti lögfræðiálitsins sem komist hefur að þessari niðurstöðu að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki bara lágmark heldur liggur í augum uppi að það sé ófrávíkjanleg skylda allra hlutaðeigandi að komast til botns í málinu eftir þar til bærum leiðum áður en fulltrúinn er kosinn í ráðið. Annað væri móðgun við lýðræðislega ferla og færi að mínu mati ansi nærri því að því að vera afglöp í starfi. Fulltrúinn er ekki bara vanhæfur þegar kemur að málefnum sem geta beint snert íþróttafélagið sem hann er í forsvari fyrir heldur almennt vanhæfur til að sitja í ráðinu og gegna því eftirlitshlutverki sem á því hvílir, sem er ekki einskorðað við „sérstök atvik eða einstök mál“ eins og segir í álitinu. Þar er líka talað um viðmið umboðsmanns Alþingis um skipan í nefndarsæti og að „ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annaðhvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálfkrafa að þeir geti ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál“. Markmið hæfisreglnanna er að draga úr hættu á að persónulegir hagsmunir einstaklinga í stjórnsýslunni hafi áhrif á niðurstöðu máls og tryggja vandaða og faglega ákvarðanatöku og stjórnsýslu sem nýtur trausts og trúverðugleika. Að vinna gegn sérhagsmunagæslu, frændhygli og spillingu við umsýslu almannagæða, að styrkja faglega og vandaða stjórnsýslu sem og að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni er mitt helsta leiðarstef í pólitík. Það skiptir ekki bara máli hvað við gerum heldur líka hvernig það er gert og að vinnubrögðin séu fagleg og gagnsæ. Lýðræðislegur réttur flokka til að tilnefna sína fulltrúa til nefndarsetu er afar mikilvægur en það er ábyrgðarhluti og siðferðilega ámælisvert að tilnefna fulltrúa í ráð sem vitað er að sé vanhæfur samkvæmt bestu upplýsingum. Það er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðanna ráðsins. Það er vont og óábyrgt að setja aðra fulltrúa borgarstjórnar í þá stöðu að þurfa að stíga inn í slíkt mál í stað þess að axla pólitíska ábyrgð á eigin nefndarsætum. Það er þó sumpart í takt við annað sem flokkurinn hefur í áranna rás staðið fyrir og ætti kannski ekki að koma mér svona á óvart, en ég var samt að vona að við værum komin lengra en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn og hans hagsmunir eiga ekki að skipta meira máli en hagsmunir almennings. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun