„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Aron Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 12:01 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands og Kristófer Acox, leikmaður Vals Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið. Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“ Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira