„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kári Mímisson skrifar 27. mars 2025 23:32 Ágúst Jóhannsson er þjálfari deildarmeistara Vals sem eiga hörku Evrópueinvígi framundan. Vísir/Pawel Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins. „Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“ Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
„Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“
Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira