Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir, Eiríkur Svavarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Heiðbrá Ólafsdóttir, Jakob Frímann Magnússon og Þorsteinn Sæmundsson skrifa 26. mars 2025 09:01 Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Jakob Frímann Magnússon Þorsteinn Sæmundsson Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun