Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 25. mars 2025 15:31 Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins er einhuga um að við náum fram þessu réttlæti og að auðlindagjöld skuli renna að hluta til nærsamfélagsins. Strax í upphafi samstarf þessarar ríkistjórnar var hafist handa við að meta hvort að veiðigjald endurspeglaði í raun réttlát auðlindagjöld. Ljóst var í þeirri vinnu að gera þurfti breytingar svo að gjaldið endurspeglaði í raun verðmæti þess afla sem verið er að sækja í okkar sameiginlegu auðlind. Eitt af því sem oft er talinn styrkleiki í íslenskum sjávarútvegi er þessi lóðrétta samþætting – að sama fyrirtækið sér bæði um að veiða og vinna aflann. Vandinn er sá að þegar aflinn fer beint í eigin vinnslu, án þess að fara í gegnum opinn markað, þá verður ekkert raunverulegt markaðsverð til. Verðið verður bara ákveðið í samningum – ekki af frjálsum markaði. Ég fagna því fyrirhuguðum breytingum ráðherra á veiðigjaldi sem munu leiðrétta þessa skekkju. Gagnrýnendur hafa bent á að þessi leið sem nú verði farin muni hafa veruleg áhrif á litlu- og meðalstóru útgerðirnar. Það er mikilvægt að halda því til haga að svo verður ekki. Ráðherra hefur tilkynnt að samhliða verði frítekjumark hækkað sem mun gagnast þessum fyrirtækjum verulega. Það er ekki verið að hækka veiðigjald flatt án þess að koma til móts við sjónarmið þeirra fyrirtækja. Fiskurinn er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar, hann er líka í eigu hennar. Það er tímabært að gjöld fyrir afnot af henni endurspegli það verðmæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins er einhuga um að við náum fram þessu réttlæti og að auðlindagjöld skuli renna að hluta til nærsamfélagsins. Strax í upphafi samstarf þessarar ríkistjórnar var hafist handa við að meta hvort að veiðigjald endurspeglaði í raun réttlát auðlindagjöld. Ljóst var í þeirri vinnu að gera þurfti breytingar svo að gjaldið endurspeglaði í raun verðmæti þess afla sem verið er að sækja í okkar sameiginlegu auðlind. Eitt af því sem oft er talinn styrkleiki í íslenskum sjávarútvegi er þessi lóðrétta samþætting – að sama fyrirtækið sér bæði um að veiða og vinna aflann. Vandinn er sá að þegar aflinn fer beint í eigin vinnslu, án þess að fara í gegnum opinn markað, þá verður ekkert raunverulegt markaðsverð til. Verðið verður bara ákveðið í samningum – ekki af frjálsum markaði. Ég fagna því fyrirhuguðum breytingum ráðherra á veiðigjaldi sem munu leiðrétta þessa skekkju. Gagnrýnendur hafa bent á að þessi leið sem nú verði farin muni hafa veruleg áhrif á litlu- og meðalstóru útgerðirnar. Það er mikilvægt að halda því til haga að svo verður ekki. Ráðherra hefur tilkynnt að samhliða verði frítekjumark hækkað sem mun gagnast þessum fyrirtækjum verulega. Það er ekki verið að hækka veiðigjald flatt án þess að koma til móts við sjónarmið þeirra fyrirtækja. Fiskurinn er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar, hann er líka í eigu hennar. Það er tímabært að gjöld fyrir afnot af henni endurspegli það verðmæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar