Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar 25. mars 2025 09:32 Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar