Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar 19. mars 2025 09:31 Morgunblaðið birtir þessa dagana greinaflokk eftir lagaprófessor sem vill að stofnaður verði íslenskur her. Því fleiri sem greinarnar verða og því meira sem hugsað er um málefnið verður betur ljóst að hugmyndin er glórulaus. Þeirri ábendingu ætti ég auðvitað að koma á framfæri í Morgunblaðinu sjálfu, en ég missti húmorinn fyrir að skrifa í Moggann þegar fyrir lá að þetta gamalgróna dagblað, sem kallast vill borgaralegt og hægri sinnað vildi styðja konu í æðsta embætti þjóðarinnar sem lýst hefur því yfir að hún vilji leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu. Málflutningur um íslenskan her getur hljómað eins og falleg músík í eyrum stjórnmálamanna og -rótgróinna stjórnmálaflokka, sem (eins og Morgunblaðið) hafa slitnað af rótum sínum og dunda sér löngum stundum við að halda á lofti klikkuðum (woke) hugmyndum í stað þess að verja hugsjónir sínar og stefnumið í þágu íslensks almennings. Hernaðarhyggja er nýtt eftirlæti allra áhugamanna um woke-isma, hvort sem þeir aðhyllast vinstristefnu eða hnattvæðingarstefnu, en mörkin þarna á milli verða sífellt óljósari. Þeir sem tala gegn vígbúnaðarkapphlaupi, hatri og hervæðingu mega vænta þess að vera kallaðir „harðlínumenn“ eða jafnvel „öfgamenn“, og þessir stimplar verða breiðari með hverjum deginum og ná nú yfir þá Íslendinga sem aðhyllast enn hina klassísku sjálfstæðisstefnu, Bandaríkjamenn sem studdu stefnu Demókrata fyrir ca. 15 árum og Breta sem sakna gamla, góða Íhaldsflokksins. Málflutningur um íslenskan her hentar vel Sjálfstæðisflokki 21. aldar, sem misst hefur tengsl við venjulegt fólk, því hinn svokallaði „Sjálfstæðisflokkur“ nútímans gæti séð í þessu tækifæri til að fá að tala um mikilvægi sjálfstæðis og grafa um leið undan því í verki (eins og XD hefur gert með ítrekuðum stuðningi við frumvarpið um bókun 35). Stofnun íslensks hers gæti líkað opnað tækifæri fyrir alla þingflokka til að vinna saman (undir merkjum pólitísks rétttrúnaðar) að því að hlaða undir flokksgæðinga sína í alls kyns nefndum og ráðum og stjórnum. Hér skapast auðvitað líka tækifæri (fyrir réttu mennina) til að stofna fyrirtæki um vopnainnflutning sem fengju opinn aðgang að fjárhirslum ríkisins. Ef ná má þessum markmiðum með skrautyrðum og hástemmdu tali úr ræðustól Alþingis skiptir engu máli þótt kjarnafylgi flokkanna haldi áfram að fjarlægjast þá, því enn má sækja peninga úr ríkissjóði og jafnvel hækka greiðslur með því að uppfæra lög um stjórnmálaflokka. En hvað á íslenskur her að verja? M.ö.o. hver eru þau verðmæti sem íslenskur almenningur gæti talið svo dýrmæt að verja beri þau með byssum og blóði? Er það landið sem kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórnum ætla, án andmæla frá almenningi, að afhenda erlendum fjárfestum undir vindorkuver um leið og kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi hafa opnað þær flóðgáttir með innleiðingu regluverks frá ESB? Er það tungumálið okkar sem stjórnvöld vinna að því að jaðarsetja, án andmæla frá almenningi? Er það kvenfrelsið og jafnréttið sem (án andmæla frá almenningi) mun fyrirsjáanlega eyðast samhliða vexti trúarbragða sem kenna að konur séu réttlægri körlum? Hvað á að verja með vopnum sem Íslendingar vilja ekki verja með lögum? Sem fámenn örþjóð í stóru landi hafa Íslendingar ekki haft tök á að verjast með vopnum. Lögin hafa verið vopn okkar, sbr. m.a. sjálfstæðisbaráttu 19. aldar, þorskastríðin, útfærslu efnahagslögsögunnar, Ice-save málin og neyðarlögin eftir fjármálahrunið. Firring ráðamanna, flokka og ríkisstyrktra fjölmiðla er orðin algjör ef gefa á þeirri hugmynd undir fótinn að örþjóð eins og Íslendingar geti varist með innlendum her, á sama tíma og eina vopn þjóðarinnar, íslensk lög, er slegið úr höndum hennar með lagasetningu um bókun 35 og síðar beinni aðild að ESB, allt í þeim tilgangi að gera erlend lög rétthærri almennum lögum frá Alþingi. Höfundur er lögmaður sem gerði tvær úrslitatilraunir árið 2024 til að vekja Íslendinga af værum svefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birtir þessa dagana greinaflokk eftir lagaprófessor sem vill að stofnaður verði íslenskur her. Því fleiri sem greinarnar verða og því meira sem hugsað er um málefnið verður betur ljóst að hugmyndin er glórulaus. Þeirri ábendingu ætti ég auðvitað að koma á framfæri í Morgunblaðinu sjálfu, en ég missti húmorinn fyrir að skrifa í Moggann þegar fyrir lá að þetta gamalgróna dagblað, sem kallast vill borgaralegt og hægri sinnað vildi styðja konu í æðsta embætti þjóðarinnar sem lýst hefur því yfir að hún vilji leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu. Málflutningur um íslenskan her getur hljómað eins og falleg músík í eyrum stjórnmálamanna og -rótgróinna stjórnmálaflokka, sem (eins og Morgunblaðið) hafa slitnað af rótum sínum og dunda sér löngum stundum við að halda á lofti klikkuðum (woke) hugmyndum í stað þess að verja hugsjónir sínar og stefnumið í þágu íslensks almennings. Hernaðarhyggja er nýtt eftirlæti allra áhugamanna um woke-isma, hvort sem þeir aðhyllast vinstristefnu eða hnattvæðingarstefnu, en mörkin þarna á milli verða sífellt óljósari. Þeir sem tala gegn vígbúnaðarkapphlaupi, hatri og hervæðingu mega vænta þess að vera kallaðir „harðlínumenn“ eða jafnvel „öfgamenn“, og þessir stimplar verða breiðari með hverjum deginum og ná nú yfir þá Íslendinga sem aðhyllast enn hina klassísku sjálfstæðisstefnu, Bandaríkjamenn sem studdu stefnu Demókrata fyrir ca. 15 árum og Breta sem sakna gamla, góða Íhaldsflokksins. Málflutningur um íslenskan her hentar vel Sjálfstæðisflokki 21. aldar, sem misst hefur tengsl við venjulegt fólk, því hinn svokallaði „Sjálfstæðisflokkur“ nútímans gæti séð í þessu tækifæri til að fá að tala um mikilvægi sjálfstæðis og grafa um leið undan því í verki (eins og XD hefur gert með ítrekuðum stuðningi við frumvarpið um bókun 35). Stofnun íslensks hers gæti líkað opnað tækifæri fyrir alla þingflokka til að vinna saman (undir merkjum pólitísks rétttrúnaðar) að því að hlaða undir flokksgæðinga sína í alls kyns nefndum og ráðum og stjórnum. Hér skapast auðvitað líka tækifæri (fyrir réttu mennina) til að stofna fyrirtæki um vopnainnflutning sem fengju opinn aðgang að fjárhirslum ríkisins. Ef ná má þessum markmiðum með skrautyrðum og hástemmdu tali úr ræðustól Alþingis skiptir engu máli þótt kjarnafylgi flokkanna haldi áfram að fjarlægjast þá, því enn má sækja peninga úr ríkissjóði og jafnvel hækka greiðslur með því að uppfæra lög um stjórnmálaflokka. En hvað á íslenskur her að verja? M.ö.o. hver eru þau verðmæti sem íslenskur almenningur gæti talið svo dýrmæt að verja beri þau með byssum og blóði? Er það landið sem kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórnum ætla, án andmæla frá almenningi, að afhenda erlendum fjárfestum undir vindorkuver um leið og kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi hafa opnað þær flóðgáttir með innleiðingu regluverks frá ESB? Er það tungumálið okkar sem stjórnvöld vinna að því að jaðarsetja, án andmæla frá almenningi? Er það kvenfrelsið og jafnréttið sem (án andmæla frá almenningi) mun fyrirsjáanlega eyðast samhliða vexti trúarbragða sem kenna að konur séu réttlægri körlum? Hvað á að verja með vopnum sem Íslendingar vilja ekki verja með lögum? Sem fámenn örþjóð í stóru landi hafa Íslendingar ekki haft tök á að verjast með vopnum. Lögin hafa verið vopn okkar, sbr. m.a. sjálfstæðisbaráttu 19. aldar, þorskastríðin, útfærslu efnahagslögsögunnar, Ice-save málin og neyðarlögin eftir fjármálahrunið. Firring ráðamanna, flokka og ríkisstyrktra fjölmiðla er orðin algjör ef gefa á þeirri hugmynd undir fótinn að örþjóð eins og Íslendingar geti varist með innlendum her, á sama tíma og eina vopn þjóðarinnar, íslensk lög, er slegið úr höndum hennar með lagasetningu um bókun 35 og síðar beinni aðild að ESB, allt í þeim tilgangi að gera erlend lög rétthærri almennum lögum frá Alþingi. Höfundur er lögmaður sem gerði tvær úrslitatilraunir árið 2024 til að vekja Íslendinga af værum svefni.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun