„Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 08:00 Kári Kristján var hress á spítalanum þrátt fyrir allt. Aðsend Óvíst er hvort Kári Kristján Kristjánsson geti haldið áfram handboltaiðkun eftir að slæm veikindi skiluðu honum á hjartadeild Landsspítalans. Kári er þó á batavegi. „Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni. ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
„Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni.
ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira