Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 06:59 JJ Spaun lét ekki deigan síga í gær og náði að tryggja sér framlengingu. AFP/GETTY/Logan Bowles Úrslitin á Players meistaramótinu, sem stundum er kallað fimmta risamótið í golfi, ráðast í þriggja holu framlengingu í dag og þar eigast við tveir kylfingar með afar ólíka ferilskrá. Norður-Írinn Rory McIlroy virtist ætla að tryggja sér sigur á mótinu þegar hann náði þriggja högga forskoti í gær, á lokahringnum. Því náði hann á 12. holu, eftir fjögurra klukkutíma hlé vegna þrumuveðurs. Hinn bandaríski JJ Spaun, sem var efstur fyrir lokahringinn en byrjaði hann illa, komst í mikinn ham eftir þrumuveðrið og vann upp forskot McIlroy. Þeir voru orðnir jafnir eftir 16 holur og pöruðu báðir síðustu tvær holurnar. Þeir enduðu á -12 höggum, tveimur höggum á undan Tom Hoge, Akshay Bhatia og Lucas Glover. McIlroy er í 2. sæti heimslistans, hefur þegar unnið 27 mót á PGA-mótaröðinni og er mögulega besti kylfingur sinnar kynslóðar. Spaun er aftur á móti mun minna þekktur, í 57. sæti heimslistans, með aðeins einn sigur á PGA-móti í 227 tilraunum og íhugaði að hætta á síðasta ári. Pressan er öll á Rory McIlroy í dag.AFP/GETTY/DAVID CANNON Það er því ljóst hvor þykir sigurstranglegri í dag, þegar framlengingin hefst klukkan 13 að íslenskum tíma. „Það halda allir að hann vinni. Ég held að það búist fáir við því að ég hafi betur. En ég býst sjálfur við því að ég vinni. Það er það eina sem skiptir mig máli,“ sagði Spaun. Að sama skapi er öll pressan á McIlroy í framlengingunni sem gengur þannig fyrir sig að kylfingarnir spila þrjár síðustu brautirnar á TPC Sawgrass vellinum. Verði þeir enn jafnir eftir það þá tekur við bráðabani sem hefst á 17. braut sem er ein sú frægasta í golfheiminum. Þaðan er haldið á 18. braut ef þess þarf og svo á 16. braut ef þess þarf. Þetta er svo endurtekið eins og þarf þar til að sigurvegari er fundinn. Golf Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy virtist ætla að tryggja sér sigur á mótinu þegar hann náði þriggja högga forskoti í gær, á lokahringnum. Því náði hann á 12. holu, eftir fjögurra klukkutíma hlé vegna þrumuveðurs. Hinn bandaríski JJ Spaun, sem var efstur fyrir lokahringinn en byrjaði hann illa, komst í mikinn ham eftir þrumuveðrið og vann upp forskot McIlroy. Þeir voru orðnir jafnir eftir 16 holur og pöruðu báðir síðustu tvær holurnar. Þeir enduðu á -12 höggum, tveimur höggum á undan Tom Hoge, Akshay Bhatia og Lucas Glover. McIlroy er í 2. sæti heimslistans, hefur þegar unnið 27 mót á PGA-mótaröðinni og er mögulega besti kylfingur sinnar kynslóðar. Spaun er aftur á móti mun minna þekktur, í 57. sæti heimslistans, með aðeins einn sigur á PGA-móti í 227 tilraunum og íhugaði að hætta á síðasta ári. Pressan er öll á Rory McIlroy í dag.AFP/GETTY/DAVID CANNON Það er því ljóst hvor þykir sigurstranglegri í dag, þegar framlengingin hefst klukkan 13 að íslenskum tíma. „Það halda allir að hann vinni. Ég held að það búist fáir við því að ég hafi betur. En ég býst sjálfur við því að ég vinni. Það er það eina sem skiptir mig máli,“ sagði Spaun. Að sama skapi er öll pressan á McIlroy í framlengingunni sem gengur þannig fyrir sig að kylfingarnir spila þrjár síðustu brautirnar á TPC Sawgrass vellinum. Verði þeir enn jafnir eftir það þá tekur við bráðabani sem hefst á 17. braut sem er ein sú frægasta í golfheiminum. Þaðan er haldið á 18. braut ef þess þarf og svo á 16. braut ef þess þarf. Þetta er svo endurtekið eins og þarf þar til að sigurvegari er fundinn.
Golf Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira