„Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. mars 2025 20:38 Ágúst Jóhannsson var ósáttur í leikslok. vísir / anton brink Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann. „Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“ Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira