Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson, Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifa 15. mars 2025 15:03 Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar