Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar 12. febrúar 2025 15:30 Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga. Háskóli Íslands er í eigu ríkisins og að stærstum hluta rekinn fyrir fé skattgreiðenda, þótt hann hafi einnig aðrar tekjulindir. Háskólinn er mikilvægur samstarfsaðili og bakhjarl atvinnulífsins á sumum sviðum, en í rekstri Endurmenntunar er HÍ í beinni samkeppni við einkarekin endur- og símenntunarfyrirtæki. Endurmenntun komin út fyrir hlutverk sitt Í reglugerð menntamálaráðherra um starfsemi Endurmenntunar HÍ segir: „Meginhlutverk Endurmenntunarstofnunar er að standa fyrir endurmenntun háskólamanna með námskeiðum; fræðslufundum og útgáfustarfsemi. Ennfremur sinnir stofnunin fræðslu fyrir almenning eftir því sem aðstæður leyfa.“ (Leturbreyting greinarhöfundar) Reglugerðin er frá 1991 en þróunin síðan hefur verið sú að fræðsla fyrir almenning, þ.e. önnur starfsemi en endurmenntun háskólafólks, er æ víðtækari hluti starfseminnar. Ekki verður séð að nokkur einasta ástæða sé til að ríkisstofnun haldi úti námskeiðum á borð við „Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður“, „Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað“, „Lagasmíðar og pródúsering“, „Sáning og ræktun kryddjurta og matjurta“, „Listin að vera leiðinlegt foreldri“, „Lausnahringurinn - betri samskipti í fjölskyldunni“ eða „Trjá- og runnaklippingar“ svo tekin séu dæmi af handahófi úr námskeiðum Endurmenntunar. Einkaaðilar sinna fræðslu af þessu tagi með mikilli prýði. Hvar er fjárhagslegi aðskilnaðurinn? Á heimasíðu Endurmenntunar segir: „Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.“ En er þetta svo einfalt? Í 14. grein samkeppnislaga segir: „Þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eða fyrirtæki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er Samkeppniseftirlitinu heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af starfsemi sem nýtur einkaleyfis eða verndar.“ Ekki brugðizt við ábendingum Samkeppniseftirlitsins Í framhaldi af kvörtun, sem Félag atvinnurekenda sendi Samkeppniseftirlitinu (SE) árið 2020, sendi SE menntamálaráðuneytinu (sem þá fór með málefni háskóla) erindi í maí 2021 og fór fram á við ráðuneytið að þess yrði farið á leit við opinberu háskólana að þeir birti opinberlega upplýsingar um hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað á milli annars vegar þess rekstrar sem rekinn er að hluta til eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila, sbr. áðurnefnda 14. grein samkeppnislaga. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er eðlilegt að fagráðuneyti málaflokksins geri kröfu um þetta í samhengi við fjárveitingar til viðkomandi skóla,“ sagði í erindi SE. Viðbrögð Háskóla Íslands við þessum kröfum Samkeppniseftirlitsins hafa í stuttu máli sagt verið engin. Endurmenntun er rekin á sömu kennitölu og HÍ, engin grein er gerð fyrir rekstri hennar sérstaklega í ársreikningi HÍ og ekkert sérstakt rekstraryfirlit er birt. Þegar sagt er að Endurmenntun njóti engra opinberra fjárveitinga vantar alveg að gerð sé grein fyrir því í rekstraryfirliti, sem er aðgengilegt fyrir keppinauta Endurmenntunar, hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa þannig enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Er villt um fyrir neytendum? FA hefur einnig gert athugasemdir við að við kynningu sumra námskeiða Endurmenntunar sé ekki skýrt hvort námskeiðin veiti svokallaðar ECTS-einingar, sem eru einingar sem veittar eru fyrir alþjóðlega viðurkennt háskólanám. Í kynningarefni Endurmenntunar er þannig stundum tilgreint að nám „samsvari“ svo og svo mörgum ECTS-einingum, án þess að fram komi með skýrum hætti hvort það veiti raunverulega slíkar einingar. Vegna þess að Endurmenntun starfar innan HÍ og á sömu kennitölu, getur óskýrleiki um eðli námsins veitt þessum samkeppnisrekstri HÍ ákveðið forskot á keppinautana. Það getur helgazt af því að nemendur telji að vegna þess að námið er á vegum háskóla standi það með einhverjum hætti skör ofar en sambærilegt nám á vegum keppinauta á markaði fyrir sí- og endurmenntun. Það þarf einfaldlega að taka skýrt fram hvort nám veiti ECTS-einingar eða ekki. Annað getur villt um fyrir neytendum og þar með verið brot á lögunum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Ráðuneytið svarar ekki - hvað segja frambjóðendur? Um ofangreint efni sendi Félag atvinnurekenda háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu erindi í ágúst á síðasta ári og fór fram á að erindi Samkeppniseftirlitisins og ábendingum FA yrði fylgt eftir gagnvart háskólunum. Frá ráðuneytinu hefur síðan ekki heyrzt bofs, þrátt fyrir ítrekanir. Nú verður því ekki trúað að fólk sem sækist eftir því að stýra Háskóla Íslands vilji að háskólinn gangi þvert gegn því sem kennt er í samkeppnis- og neytendarétti í lagadeildinni. Gaman væri að heyra frá rektorsframbjóðendum hver er stefna þeirra varðandi rekstur Endurmenntunar HÍ. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga. Háskóli Íslands er í eigu ríkisins og að stærstum hluta rekinn fyrir fé skattgreiðenda, þótt hann hafi einnig aðrar tekjulindir. Háskólinn er mikilvægur samstarfsaðili og bakhjarl atvinnulífsins á sumum sviðum, en í rekstri Endurmenntunar er HÍ í beinni samkeppni við einkarekin endur- og símenntunarfyrirtæki. Endurmenntun komin út fyrir hlutverk sitt Í reglugerð menntamálaráðherra um starfsemi Endurmenntunar HÍ segir: „Meginhlutverk Endurmenntunarstofnunar er að standa fyrir endurmenntun háskólamanna með námskeiðum; fræðslufundum og útgáfustarfsemi. Ennfremur sinnir stofnunin fræðslu fyrir almenning eftir því sem aðstæður leyfa.“ (Leturbreyting greinarhöfundar) Reglugerðin er frá 1991 en þróunin síðan hefur verið sú að fræðsla fyrir almenning, þ.e. önnur starfsemi en endurmenntun háskólafólks, er æ víðtækari hluti starfseminnar. Ekki verður séð að nokkur einasta ástæða sé til að ríkisstofnun haldi úti námskeiðum á borð við „Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður“, „Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað“, „Lagasmíðar og pródúsering“, „Sáning og ræktun kryddjurta og matjurta“, „Listin að vera leiðinlegt foreldri“, „Lausnahringurinn - betri samskipti í fjölskyldunni“ eða „Trjá- og runnaklippingar“ svo tekin séu dæmi af handahófi úr námskeiðum Endurmenntunar. Einkaaðilar sinna fræðslu af þessu tagi með mikilli prýði. Hvar er fjárhagslegi aðskilnaðurinn? Á heimasíðu Endurmenntunar segir: „Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.“ En er þetta svo einfalt? Í 14. grein samkeppnislaga segir: „Þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eða fyrirtæki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er Samkeppniseftirlitinu heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af starfsemi sem nýtur einkaleyfis eða verndar.“ Ekki brugðizt við ábendingum Samkeppniseftirlitsins Í framhaldi af kvörtun, sem Félag atvinnurekenda sendi Samkeppniseftirlitinu (SE) árið 2020, sendi SE menntamálaráðuneytinu (sem þá fór með málefni háskóla) erindi í maí 2021 og fór fram á við ráðuneytið að þess yrði farið á leit við opinberu háskólana að þeir birti opinberlega upplýsingar um hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað á milli annars vegar þess rekstrar sem rekinn er að hluta til eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila, sbr. áðurnefnda 14. grein samkeppnislaga. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er eðlilegt að fagráðuneyti málaflokksins geri kröfu um þetta í samhengi við fjárveitingar til viðkomandi skóla,“ sagði í erindi SE. Viðbrögð Háskóla Íslands við þessum kröfum Samkeppniseftirlitsins hafa í stuttu máli sagt verið engin. Endurmenntun er rekin á sömu kennitölu og HÍ, engin grein er gerð fyrir rekstri hennar sérstaklega í ársreikningi HÍ og ekkert sérstakt rekstraryfirlit er birt. Þegar sagt er að Endurmenntun njóti engra opinberra fjárveitinga vantar alveg að gerð sé grein fyrir því í rekstraryfirliti, sem er aðgengilegt fyrir keppinauta Endurmenntunar, hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa þannig enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Er villt um fyrir neytendum? FA hefur einnig gert athugasemdir við að við kynningu sumra námskeiða Endurmenntunar sé ekki skýrt hvort námskeiðin veiti svokallaðar ECTS-einingar, sem eru einingar sem veittar eru fyrir alþjóðlega viðurkennt háskólanám. Í kynningarefni Endurmenntunar er þannig stundum tilgreint að nám „samsvari“ svo og svo mörgum ECTS-einingum, án þess að fram komi með skýrum hætti hvort það veiti raunverulega slíkar einingar. Vegna þess að Endurmenntun starfar innan HÍ og á sömu kennitölu, getur óskýrleiki um eðli námsins veitt þessum samkeppnisrekstri HÍ ákveðið forskot á keppinautana. Það getur helgazt af því að nemendur telji að vegna þess að námið er á vegum háskóla standi það með einhverjum hætti skör ofar en sambærilegt nám á vegum keppinauta á markaði fyrir sí- og endurmenntun. Það þarf einfaldlega að taka skýrt fram hvort nám veiti ECTS-einingar eða ekki. Annað getur villt um fyrir neytendum og þar með verið brot á lögunum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Ráðuneytið svarar ekki - hvað segja frambjóðendur? Um ofangreint efni sendi Félag atvinnurekenda háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu erindi í ágúst á síðasta ári og fór fram á að erindi Samkeppniseftirlitisins og ábendingum FA yrði fylgt eftir gagnvart háskólunum. Frá ráðuneytinu hefur síðan ekki heyrzt bofs, þrátt fyrir ítrekanir. Nú verður því ekki trúað að fólk sem sækist eftir því að stýra Háskóla Íslands vilji að háskólinn gangi þvert gegn því sem kennt er í samkeppnis- og neytendarétti í lagadeildinni. Gaman væri að heyra frá rektorsframbjóðendum hver er stefna þeirra varðandi rekstur Endurmenntunar HÍ. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun