Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar 13. mars 2025 14:31 Nýlega brá ég mér á fund hjá nýjum forsætisráðherra Kristrúnu Frostadóttur sem heimsótti Borgnesinga í Alþýðuhúsinu. Hún hafði byrjað hringferð sína um landið fyrir þremur árum hér í Borgarnesi og fanst henni því við hæfi að byrja hringferð um landið líka hér í Borgarnesi. Það verður að teljast virðingarvert af verkstjóra í nýrri ríkisstjórn að mæta út í kjördæmin og eiga beint samtal við fólkið í landinu. Fundurinn var nokkuð fjölmennur og segja má að bændur og sveitarstjórar hafi tekið hann yfir. Ég fékk óvænt það hlutverk að halda utanum mælendaskrá og sleppti því að ræða mál sem mér eru hugleikin, en geri það hér með og viðra þessar vangaveltur við ráðherrann og alla sem áhuga hafa. Réttindi launafólks vegna greiðslu launa í veikinda – eða slysatilfellum eru bundin í lög og kjarasamninga. Lágmarksréttur í lögum no 19/79 og svo eru viðbótarréttindi umsamin í kjarasamningum. Þessi réttindi eru mismikil og fara í raun mest eftir því hver greiðir launin. Á almenna markaðnum er rétturinn oftast ekki lengri en 4 til 6 mánuðir eftir 5 til 10 ára starf hjá sama launagreiðanda(með aukinni starfsmannaveltu hjá fyrirtækjum þá verður svo langur réttur sífellt sjaldgæfari) en hjá hinu opinbera, ríki -sveitarfélögum og stofnunum sem reknar eru fyrir almannafé getur réttur orðið 360 dagar eftir 18 ára starf samanlagt hjá hinum ýmsu opinberu launagreiðendum. Við 360 daga réttinn geta svo bæst þriggja mánaða lausnarlaun, ef viðkomandi hverfur ekki aftur til starfa. Það er því himinn og haf á milli þeirra réttinda sem almennir launagreiðendur þurfa að standa skil á og svo þess sem ríki – og sveit þurfa að bera. Það er rétt að minna á að í upphafi 21. aldarinnar sömdu 28 verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins um að kaflinn um greiðslu launa í veikindum, úr opinberu samningunum kæmi yfir í okkar samninga með “tómat, sinnepi og steiktum”eins og sagt var. Önnur ASÍ félög fóru svo í þessa vegferð á næstu árum. Þessi ríkulegu réttindi til launa í veikindatilfellum er nú í 12. kafla flestra kjarasamninga við opinbera launagreiðendur. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta skref hafi verið skynsamlegt að stíga, ekki síst þegar umræðan um virka starfsendurhæfingu og snemmtæka íhlutun hefur orðið háværari. Áður en Virk starfsendurhæfingasjóðurinn varð til, fór fram mikil umræða um annarskonar fyrirkomulag. Stofnaður yrði “Áfallatryggingasjóður” sem tryggði allt launafólk með sama hætti vegna launataps í veikindum. Allir gætu t.d. átt rétt til launa hjá launagreiðanda í tvo mánuði, eftir það tæki svo áfallatryggingasjóðurinn við ef viðkomandi ætti við langvarandi veikinda að stríða. Ef launamaðurinn þyrfti síðan í langvarandi endurhæfingu þá væri honum tryggð allt að þriggja, jafnvel fimm ára réttur til framfærslu. Ef að heilsu til atvinnuþátttöku væri þá ekki náð til að hverfa á vinnumarkaðinn, færi fram örorkumat og viðkomandi færðist þá yfir í annraskonar framfærslu kerfi sem væri lífeyriskerfi. Áfallatryggingasjóðurinn væri á höndum Virk og heilbrigðiskerfisins, kostað af greiðslum frá atvinnulífinu bæði því almenna og opinbera, hluta af sjúkrasjóðum stéttarfélaganna, greiðslum frá almannatryggingum og jafnvel frá lífeyrissjóðakerfinu. Það er skemmst frá því að segja að hluti launafólks lagðist alfarið gegn þessum hugmyndum. Þar er litið á allt þetta tal um jöfnun réttinda sem árásir á þeirra réttindi. Undanfarna áratugi hefur aftur og aftur verið settur á fót umræðurhópur um endurskoðun 12. kafla í kjarasamningum við opinbera launagreiðendur. Sú vinna hefur engu skilað. Ég hef verið fulltrúi ASÍ í þessum hópum og þekki vel þennan gríðarlega mun sem er á almenna og opinbera umhverfinu. Ég er þeirrar skoðunar og það séu mikil mistök hjá félögum mínum í opinbera umhverfinu að takast ekki á við verkefnið með jákvæðu hugarfari, til að ná bættum réttindum fyrir alla. Þegar Virk starfsendurhæfingarsjóður varð til, var hann talaður niður af þeim hluta vinnumaraðarins sem kom úr umhverfi hins opinbera. Nú væri fróðlegt að sjá tölfræði frá Virk um hvaðan úr atvinnulífinu þeirra notendur koma. Það þarf að bæta margt fleira í réttindamálum launafólks, en réttinn til framfærslu í veikinda og slysatilfellum. Aftur og aftur hittum við sem störfum hjá stéttarfélögum fólk sem fellur milli skips og bryggju í kerfinu. Einstaklinga sem eiga takmörkuð réttindi, bæði hjá launagreiðendum og í stéttarfélögum, en lenda í langvarandi veikindum. Það er fátt ömurlegra en að þurfa að benda á félagsþjónustu sveitarfélags til framfærslu. Virkráðgjafar hafa sagt mér að þegar kjarasamningsbundnum greiðslum lýkur og við tekur endurhæfingarlífeyrir frá TR, geti það hamlað möguleikum til endurhæfingar að úrskurður TR er til þriggja mánaða í senn og tilhugsunin um hvað taki þá við er svo yfirþyrmandi og óttablandin að viðkomandi nær ekki þeirri hugarró og öryggi sem þarf til að einbeita sér að endurhæfingu. Ef okkur gæti borið gæfa til að koma á nefndum “Áfallatryggingasjóði” þá þyrftum við líka að þjálfa kerfisleiðsögumenn. Ég tel að það starf ætti að hafa skjól hjá heilsugæslunni. Leiðsögumaðurinn tæki þá á móti þeim sem væri að falla af greiðslum hjá launagreiðanda og leiðbeindi viðkomandi í samráði við lækna, Virk-ráðgjafa og aðra þá sem annast endurhæfingu til starfa. Þarna væri endurhæfingin kortlögð og farið yfir framfærsluhlutann, þannig að enginn þyrfti að óttast það að eiga ekki salt í grautinn, meðan á endurhæfingu stendur. Þar með hefði samfélagið hnýtt hið fullkomna öryggisnet. Maður má láta sig dreyma. Höfundur hefur verið í þjónustu við verkafólk í meira en 30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nýlega brá ég mér á fund hjá nýjum forsætisráðherra Kristrúnu Frostadóttur sem heimsótti Borgnesinga í Alþýðuhúsinu. Hún hafði byrjað hringferð sína um landið fyrir þremur árum hér í Borgarnesi og fanst henni því við hæfi að byrja hringferð um landið líka hér í Borgarnesi. Það verður að teljast virðingarvert af verkstjóra í nýrri ríkisstjórn að mæta út í kjördæmin og eiga beint samtal við fólkið í landinu. Fundurinn var nokkuð fjölmennur og segja má að bændur og sveitarstjórar hafi tekið hann yfir. Ég fékk óvænt það hlutverk að halda utanum mælendaskrá og sleppti því að ræða mál sem mér eru hugleikin, en geri það hér með og viðra þessar vangaveltur við ráðherrann og alla sem áhuga hafa. Réttindi launafólks vegna greiðslu launa í veikinda – eða slysatilfellum eru bundin í lög og kjarasamninga. Lágmarksréttur í lögum no 19/79 og svo eru viðbótarréttindi umsamin í kjarasamningum. Þessi réttindi eru mismikil og fara í raun mest eftir því hver greiðir launin. Á almenna markaðnum er rétturinn oftast ekki lengri en 4 til 6 mánuðir eftir 5 til 10 ára starf hjá sama launagreiðanda(með aukinni starfsmannaveltu hjá fyrirtækjum þá verður svo langur réttur sífellt sjaldgæfari) en hjá hinu opinbera, ríki -sveitarfélögum og stofnunum sem reknar eru fyrir almannafé getur réttur orðið 360 dagar eftir 18 ára starf samanlagt hjá hinum ýmsu opinberu launagreiðendum. Við 360 daga réttinn geta svo bæst þriggja mánaða lausnarlaun, ef viðkomandi hverfur ekki aftur til starfa. Það er því himinn og haf á milli þeirra réttinda sem almennir launagreiðendur þurfa að standa skil á og svo þess sem ríki – og sveit þurfa að bera. Það er rétt að minna á að í upphafi 21. aldarinnar sömdu 28 verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins um að kaflinn um greiðslu launa í veikindum, úr opinberu samningunum kæmi yfir í okkar samninga með “tómat, sinnepi og steiktum”eins og sagt var. Önnur ASÍ félög fóru svo í þessa vegferð á næstu árum. Þessi ríkulegu réttindi til launa í veikindatilfellum er nú í 12. kafla flestra kjarasamninga við opinbera launagreiðendur. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta skref hafi verið skynsamlegt að stíga, ekki síst þegar umræðan um virka starfsendurhæfingu og snemmtæka íhlutun hefur orðið háværari. Áður en Virk starfsendurhæfingasjóðurinn varð til, fór fram mikil umræða um annarskonar fyrirkomulag. Stofnaður yrði “Áfallatryggingasjóður” sem tryggði allt launafólk með sama hætti vegna launataps í veikindum. Allir gætu t.d. átt rétt til launa hjá launagreiðanda í tvo mánuði, eftir það tæki svo áfallatryggingasjóðurinn við ef viðkomandi ætti við langvarandi veikinda að stríða. Ef launamaðurinn þyrfti síðan í langvarandi endurhæfingu þá væri honum tryggð allt að þriggja, jafnvel fimm ára réttur til framfærslu. Ef að heilsu til atvinnuþátttöku væri þá ekki náð til að hverfa á vinnumarkaðinn, færi fram örorkumat og viðkomandi færðist þá yfir í annraskonar framfærslu kerfi sem væri lífeyriskerfi. Áfallatryggingasjóðurinn væri á höndum Virk og heilbrigðiskerfisins, kostað af greiðslum frá atvinnulífinu bæði því almenna og opinbera, hluta af sjúkrasjóðum stéttarfélaganna, greiðslum frá almannatryggingum og jafnvel frá lífeyrissjóðakerfinu. Það er skemmst frá því að segja að hluti launafólks lagðist alfarið gegn þessum hugmyndum. Þar er litið á allt þetta tal um jöfnun réttinda sem árásir á þeirra réttindi. Undanfarna áratugi hefur aftur og aftur verið settur á fót umræðurhópur um endurskoðun 12. kafla í kjarasamningum við opinbera launagreiðendur. Sú vinna hefur engu skilað. Ég hef verið fulltrúi ASÍ í þessum hópum og þekki vel þennan gríðarlega mun sem er á almenna og opinbera umhverfinu. Ég er þeirrar skoðunar og það séu mikil mistök hjá félögum mínum í opinbera umhverfinu að takast ekki á við verkefnið með jákvæðu hugarfari, til að ná bættum réttindum fyrir alla. Þegar Virk starfsendurhæfingarsjóður varð til, var hann talaður niður af þeim hluta vinnumaraðarins sem kom úr umhverfi hins opinbera. Nú væri fróðlegt að sjá tölfræði frá Virk um hvaðan úr atvinnulífinu þeirra notendur koma. Það þarf að bæta margt fleira í réttindamálum launafólks, en réttinn til framfærslu í veikinda og slysatilfellum. Aftur og aftur hittum við sem störfum hjá stéttarfélögum fólk sem fellur milli skips og bryggju í kerfinu. Einstaklinga sem eiga takmörkuð réttindi, bæði hjá launagreiðendum og í stéttarfélögum, en lenda í langvarandi veikindum. Það er fátt ömurlegra en að þurfa að benda á félagsþjónustu sveitarfélags til framfærslu. Virkráðgjafar hafa sagt mér að þegar kjarasamningsbundnum greiðslum lýkur og við tekur endurhæfingarlífeyrir frá TR, geti það hamlað möguleikum til endurhæfingar að úrskurður TR er til þriggja mánaða í senn og tilhugsunin um hvað taki þá við er svo yfirþyrmandi og óttablandin að viðkomandi nær ekki þeirri hugarró og öryggi sem þarf til að einbeita sér að endurhæfingu. Ef okkur gæti borið gæfa til að koma á nefndum “Áfallatryggingasjóði” þá þyrftum við líka að þjálfa kerfisleiðsögumenn. Ég tel að það starf ætti að hafa skjól hjá heilsugæslunni. Leiðsögumaðurinn tæki þá á móti þeim sem væri að falla af greiðslum hjá launagreiðanda og leiðbeindi viðkomandi í samráði við lækna, Virk-ráðgjafa og aðra þá sem annast endurhæfingu til starfa. Þarna væri endurhæfingin kortlögð og farið yfir framfærsluhlutann, þannig að enginn þyrfti að óttast það að eiga ekki salt í grautinn, meðan á endurhæfingu stendur. Þar með hefði samfélagið hnýtt hið fullkomna öryggisnet. Maður má láta sig dreyma. Höfundur hefur verið í þjónustu við verkafólk í meira en 30 ár.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun