„Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. mars 2025 21:27 Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir mynda saman þjálfarateymi Hauka. Vísir/Hulda Margrét „Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. „Við spilum enga vörn hérna í fyrri hálfleik, sem betur fer kom hún aðeins í seinni hálfleik. Þær voru bara betri á öllum sviðum í dag,“ sagði Díana. Aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik´, Fram með forystuna. Haukar hófu síðari hálfleikinn afleitlega og skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútunum á meðan Fram skoraði sex mörk. Díana var með einfaldar skýringar á því af hverju liðinu gekk svona illa á þeim kafla. „Það var bara farið út úr skipulagi og ekki spilað eins og var lagt upp með í hálfleik.“ Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, þrisvar í deild og svo í bikarúrslitum sem fram fóru fyrir aðeins 11 dögum. Haukar hafa tapað öllum leikjunum í deildinni en eru þó ríkjandi bikarmeistarar. Díana viðurkennir að með tapinu í kvöld sé það ljóst að liðið mun enda á eftir Val og Fram í deildinni þrátt fyrir að aðeins tveimur stigum munar á Haukum og Fram og fjórar umferðir eftir af tímabilinu. „Við vorum að vinna þær með fimm mörkum fyrir nokkrum dögum síðan. Þannig að við þurfum bara að skoða þetta vel og förum yfir þetta. Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið.“ Efstu tvö lið deildarinnar sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því ljóst á orðum Díönu að Haukar munu fara lengri leiðina ef liðið ætlar að koma sér í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Díana var því spurð hvort hægt væri að líta á það með jákvæðum augum að fá fleiri keppnisleiki. „Auðvitað hefðum við viljað aðeins pásu. Við erum með markmanninn [Söru Sif Helgadóttur] í meiðslum, hefðum kannski viljað missa hana. hún meiðist þarna í landsliðspásunni og það skiptir máli. Við verðum bara að skoða hvenær hún kemur inn og hvort hún kemur inn. Við tökum bara þessu, alltaf gaman að keppa,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Sjá meira
„Við spilum enga vörn hérna í fyrri hálfleik, sem betur fer kom hún aðeins í seinni hálfleik. Þær voru bara betri á öllum sviðum í dag,“ sagði Díana. Aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik´, Fram með forystuna. Haukar hófu síðari hálfleikinn afleitlega og skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútunum á meðan Fram skoraði sex mörk. Díana var með einfaldar skýringar á því af hverju liðinu gekk svona illa á þeim kafla. „Það var bara farið út úr skipulagi og ekki spilað eins og var lagt upp með í hálfleik.“ Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, þrisvar í deild og svo í bikarúrslitum sem fram fóru fyrir aðeins 11 dögum. Haukar hafa tapað öllum leikjunum í deildinni en eru þó ríkjandi bikarmeistarar. Díana viðurkennir að með tapinu í kvöld sé það ljóst að liðið mun enda á eftir Val og Fram í deildinni þrátt fyrir að aðeins tveimur stigum munar á Haukum og Fram og fjórar umferðir eftir af tímabilinu. „Við vorum að vinna þær með fimm mörkum fyrir nokkrum dögum síðan. Þannig að við þurfum bara að skoða þetta vel og förum yfir þetta. Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið.“ Efstu tvö lið deildarinnar sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því ljóst á orðum Díönu að Haukar munu fara lengri leiðina ef liðið ætlar að koma sér í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Díana var því spurð hvort hægt væri að líta á það með jákvæðum augum að fá fleiri keppnisleiki. „Auðvitað hefðum við viljað aðeins pásu. Við erum með markmanninn [Söru Sif Helgadóttur] í meiðslum, hefðum kannski viljað missa hana. hún meiðist þarna í landsliðspásunni og það skiptir máli. Við verðum bara að skoða hvenær hún kemur inn og hvort hún kemur inn. Við tökum bara þessu, alltaf gaman að keppa,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Haukar Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Sjá meira