Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 20:02 Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar