Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 20:02 Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Sjá meira
Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun