Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 16:45 Gísli Þorgeir Kristjánsson getur ekki spilað í sinni höll í Magdeburg í byrjun apríl því þar verður í gangi mikil skautasýning. Samsett/AP/Holiday on Ice Þýska stórliðið Magdeburg neyðist til þess að færa næsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu úr 8.000 manna höll í aðeins 2.700 manna höll, vegna glæsilegrar skautasirkussýningar. Handball Planet fjallar um þetta og segir að seinni leikur Magdeburgar við Hauk Þrastarson og félaga í Dinamo Búkarest, í umspili um sæti í átta liða úrslitum, fari fram í Anhalt-Arena í Dessau, í klukkutíma akstursfjarlægð frá Magdeburg. Ástæðan er sú að þegar leikurinn fer fram, 2. apríl, er GETEC Arena bókuð vegna Holiday on Ice sýningarinnar Horizons. Höllin var raunar bókuð fyrir tveimur árum, vikuna frá 31. mars næstkomandi til 6. apríl. Magdeburg verður vonandi með þá Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson í fullu fjöri eftir meiðsli þegar að einvíginu kemur. Forráðamenn félagsins reyndu að fá það í gegn að heimaleiknum yrði frestað til 8. apríl en Handknattleikssamband Evrópu hafnaði þeirri beiðni. Einnig var sá möguleiki kannaður að skiptast á heimaleikjum við Dinamo Búkarest, svo að spilað yrði í Magdeburg en ekki í Búkarest þann 26. mars, en það gekk ekki upp. „Við urðum því að finna nýja höll með skömmum fyrirvara. Það er ánægjulegt að hafa fengið Anhalt-Arena í Dessau sem varavöll. Yfirvöld í Dessau og kollegar okkar hjá DRHV hafa sýnt okkur frábæran stuðning í þessu mál. Hins vegar er ljóst að við munum ekki geta annað allri eftirspurn eftir miðum,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri handknattleiksfélagsins Magdeburg. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Handball Planet fjallar um þetta og segir að seinni leikur Magdeburgar við Hauk Þrastarson og félaga í Dinamo Búkarest, í umspili um sæti í átta liða úrslitum, fari fram í Anhalt-Arena í Dessau, í klukkutíma akstursfjarlægð frá Magdeburg. Ástæðan er sú að þegar leikurinn fer fram, 2. apríl, er GETEC Arena bókuð vegna Holiday on Ice sýningarinnar Horizons. Höllin var raunar bókuð fyrir tveimur árum, vikuna frá 31. mars næstkomandi til 6. apríl. Magdeburg verður vonandi með þá Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson í fullu fjöri eftir meiðsli þegar að einvíginu kemur. Forráðamenn félagsins reyndu að fá það í gegn að heimaleiknum yrði frestað til 8. apríl en Handknattleikssamband Evrópu hafnaði þeirri beiðni. Einnig var sá möguleiki kannaður að skiptast á heimaleikjum við Dinamo Búkarest, svo að spilað yrði í Magdeburg en ekki í Búkarest þann 26. mars, en það gekk ekki upp. „Við urðum því að finna nýja höll með skömmum fyrirvara. Það er ánægjulegt að hafa fengið Anhalt-Arena í Dessau sem varavöll. Yfirvöld í Dessau og kollegar okkar hjá DRHV hafa sýnt okkur frábæran stuðning í þessu mál. Hins vegar er ljóst að við munum ekki geta annað allri eftirspurn eftir miðum,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri handknattleiksfélagsins Magdeburg.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira